Hagsýni er kvenfélagskonum í blóð borin

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á þingið á Húsavík …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mætti á þingið á Húsavík og var leystur út með góðum gjöfum, svo sem svuntu, sem ætti að koma sér vel við eldhússtörfin. Með á myndinni er Guðrún Þórðardóttir, formaður KÍ. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Kvenfélög hafa nú sem endranær mikilvægu hlutverki að gegna. Í ýmsum líknar- og  velferðarmálum úti um allt land hefur mjög munað um framlag kvenfélaganna, enda er starfsemi félaganna öflug mjög víða, og áherslumál að styðja góð málefni í nærsamfélaginu. Á árabilinu 2007 til 2017 var þetta samanlagt stuðningur upp á einn milljarð króna,“ segir Guðrún Þórðardóttir, formaður Kvenfélagasambands Íslands.

Nú um helgina var 38. landsþing sambandsins haldið á Húsavík og var umsjón þess á hendi Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga. Það er eitt 17 héraðs- og svæðasambanda KÍ. Alls eru aðildarfélögin 152 og innan vébanda þeirra um 4.500 konur.

Segja má að þinghaldið á Húsavík hafi verið í bleiku ljósi, enda sett 12. október sem gjarnan er nefndur bleiki dagurinn, í tilefni af árvekniátaki Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn brjóstakrabbameini.

Sjá umfjöllun um þing kvenfélaganna í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert