Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

Hvarf frönsku skútunnar Inook uppgötvaðist, aðfaranótt sunnudags.
Hvarf frönsku skútunnar Inook uppgötvaðist, aðfaranótt sunnudags. Ljósmynd/Torfi Einarsson

Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær, en skútunni var stolið úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags. Rannsókn málsins miðar vel og verður sakborningur færður fyrir Héraðsdóm Vestfjarða innan tíðar þar sem lögreglustjórinn á Vestfjörðum mun leggja fram farbannsbeiðni.

Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum á Facebook. Þar segir jafnframt að ekki sé tímabært að veita frekari upplýsingar um málið.

Hvarf frönsku skútunnar Inook uppgötvaðist, líkt og áður segir, aðfaranótt sunnudags og veittu varðskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar henni eftirför. Skipstjóri skútunnar var einn um borð og var handtekinn af lögreglunni á Vesturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert