Lúpínan breiðir úr sér á næstu árum

Alaskalúpínan verður deiluefni næstu áratugina, ef að líkum lætur. Hún …
Alaskalúpínan verður deiluefni næstu áratugina, ef að líkum lætur. Hún setur einnig lit á umhverfið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Búast má við því að með hlýnandi veðurfari og minnkandi sauðfjárbeit muni útbreiðsla alaskalúpínu og gróðurs sem fylgir í kjölfar hennar, svo sem skógarkerfils, margfaldast á næstu áratugum.

Það leiðir til mikilla breytinga á gróðurfari og búsvæðum dýra. Kemur þetta fram í skýrslu Náttúrufræðistofnunar þar sem greint er frá nýjum rannsóknum á lúpínu.

Í skýrslunni, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag, kemur fram að lúpínan er farin að hörfa á Suðvesturlandi. Hins vegar er framvinda hennar misjöfn eftir aðstæðum á Norðurlandi og ekki komu fram jafn skýr merki um að hún hörfaði þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert