Nauðganir öflugt vopn í stríði

Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, flutti erindi í Háskóla ...
Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, flutti erindi í Háskóla Íslands í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kynferðislegt ofbeldi á ekkert sammerkt með kynlífi heldur er það glæpur og er notað sem valdatæki segir Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) en hann flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands í hádeginu á vegum Alþjóðamálastofnunar, Höfða friðarseturs og Rauða krossins á Íslandi.

Nauðgun er vopn í stríði og á ekkert skylt með kynlífi heldur er nauðgun öflugt vopn á átakasvæðum. Við sjáum það í Sýrlandi, Suður-Súdan og víðar, segir hann. Með kynferðislegu ofbeldi er reynt að granda fólki og sundra samfélögum. 

Í fyrirlestrinum fjallaði hann um baráttu Rauða krossins gegn kynferðislegu ofbeldi í átökum en hann segir beitingu kynferðislegs ofbeldis eitt það flóknasta þegar kemur að stríðsátökum. Erfitt sé fyrir þolendur að greina frá og oft fá þeir ekki það svigrúm sem þeir þurfa og aðstoð til að vinna úr sálrænum áhrifum af slíkri misnotkun. 

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, og Davíð Logi Sigurðsson,sendiráðunautur ...
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, og Davíð Logi Sigurðsson,sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, hlýddu á erindi Yves Daccord í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki til að drepa heldur til að tortíma

Því með því að nauðga þá er ekki tilgangurinn að drepa heldur tortíma manneskjunni. Að valda henni sem mestum kvölum. Nauðgun er ekkert sem gerist óvart því sá sem beitir ofbeldinu sem stríðstæki hefur alltaf valið. Að svipta viðkomandi mennskunni. 

Daccord segir að kynferðislegt ofbeldi hafi verið beitt lengi á átakasvæðum enn lítt ratað inn í dómsmál þar til fyrir nokkrum árum. Vitað er að nauðganir voru eitt stríðstækjanna í seinni heimstyrjöldinni án þess að menn hafi verið dæmdir fyrir það. Aftur á móti var farið að dæma stríðsglæpamenn fyrir kynferðislegt ofbeldi eftir stríðið í Rúanda og eins Bosníu. Þetta segi okkur eitthvað um breytta stöðu kvenna. Þær voru áður álitnar eign karlsins og ofbeldið hafi því verið vopn gegn karlinum. 

Nauðganir falið valdatæki

Hann segir að ef nauðganir kvenna og stúlkna sé falið vopn þá sé staðan enn verri þegar kemur að körlum og drengjum. Daccord segir að einn af hverjum fjórum föngum hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þetta sé hins vegar sára sjaldan rætt enda falið valdatæki. Konur og stúlkur sem verða fyrir slíku ofbeldi verða oft fórnarlömb útskúfunar ekki síst ef þær verða þungaðar eftir nauðgun.

Þegar tilkynnt var um handhafa friðarverðlauna Nóbels í ár kom fram að þau Nadia Murad, sem sætti kynferðisofbeldi liðsmanna Ríkis íslams í Írak, og Denis Mukwege, læknir í Austur-Kongó, hlytu verðlaunin fyrir baráttu gegn því að nauðgunum sé beitt sem stríðsvopni.

Nadia Murad og Denis Mukwege.
Nadia Murad og Denis Mukwege. AFP

Í ár eru 10 ár liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1820, sem segir að beiting kynferðisofbeldis sem vopns í átökum sé bæði stríðsglæpur og ógn við friði og öryggi á alþjóðlegum vettvangi.

Nadia Murad er 25 ára og á meðal þúsunda stúlkna og kvenna úr röðum jasída sem liðsmenn Ríkis íslams rændu og nauðguðu í grimmilegum hernaði þeirra gegn trúarhópnum. Þeir rændu henni og hnepptu hana í ánauð eftir að þeir náðu þorpi hennar í norðvestanverðu Írak á sitt vald í ágúst 2014. Þeir drápu karlmennina sem þeir náðu, tóku börn til fanga í því skyni að þjálfa þau í hernaði og hnepptu konur í ánauð. Murad var í haldi þeirra í þrjá mánuði, gekk kaupum og sölum nokkrum sinnum og sætti hvað eftir annað barsmíðum og hópnauðgunum íslömsku öfgamannanna. „Það fyrsta sem þeir gerðu var að neyða okkur til að snúast til íslamskrar trúar. Eftir það gerðu þeir hvað sem þeir vildu við okkur,“ sagði hún.

Nicolas Roggo, frá alþjóðaráði Rauða krossins, Silja Bára Ómarsdóttir, lektor ...
Nicolas Roggo, frá alþjóðaráði Rauða krossins, Silja Bára Ómarsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í stjórnum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rauða krossins á Íslandi, en hún var fundarstjóri. Á milli þeirra situr Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nóbelsverðlaunanefndin sagði að Murad hefði sýnt „óvenjumikið hugrekki“ með því að segja frá þjáningum sínum og „neita að sætta sig við þær siðareglur í samfélaginu að konur eigi að skammast sín fyrir ofbeldið sem þær hafa sætt og þegja yfir því“.

Eftir að Murad slapp úr haldi íslamistanna í nóvember 2014 hóf hún baráttu fyrir réttindum jasída og gegn nauðgunum á stúlkum og konum sem vopni í hernaði.

Þurfti að flýja heimalandið

Denis Mukwege er 63 ára kvensjúkdómalæknir og mun hafa hjálpað um 30.000 konum og börnum sem hafa sætt kynferðisofbeldi í átökunum í Austur-Kongó síðustu tvo áratugi. Yngstu fórnarlömbin voru aðeins nokkurra mánaða þegar þeim var nauðgað.

Hann stofnaði sjúkrahús í héraðinu Suður-Kivu í austanverðu landinu árið 1999 og hefur verið kallaður „doktor Kraftaverk“. Hann hefur gagnrýnt hermenn stjórnvalda og uppreisnarmenn í Austur-Kongó fyrir kynferðisofbeldi gegn konum og börnum og lýst nauðgunum sem „gereyðingarvopni“ sem kollvarpi samfélaginu. Hann þurfti að vera í útlegð frá heimalandi sínu um tíma eftir að hann flutti ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í Austur-Kongó fyrir að stöðva ekki kynferðisofbeldið. Hann hefur notið verndar friðargæsluliða samtakanna.

Atli Viðar Thorstensen frá Rauða krossinum, Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða ...
Atli Viðar Thorstensen frá Rauða krossinum, Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, Kristján Kristjánsson, dagskrárgerðarmaður og Nicolas Roggo frá alþjóðaráði Rauða krossins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rödd Íslands mikilvæg

Yves Daccord kom inn á friðarverðlaunin í erindi sínu í Háskóla Íslands í dag en hann þekkir vel til Mukwege og starfa hans. Hann segir að í Austur-Kongó hafi ICRC komið á laggirnar úrræðum fyrir þolendur kynferðisleg ofbeldis þar sem reynt er að styðja þau og veita sálræna aðstoð. En betur má ef duga skal. Þetta sé hins vegar byrjunin, að gefa fórnarlömbum færi á að greina frá ofbeldinu og fá stuðning til þess að vinna úr áföllum. Enn vanti mikið upp á lagarammann í mörgum ríkjum heims þegar kemur að kynferðislegu ofbeldi og að það sé refsivert. 

Daccord segir að rödd Íslands á sviði mannréttinda sé mikilvæg en Ísland á í fyrsta skipti aðild að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann segir að raddir smærri ríkja eigi eftir að verða meira áberandi á sviði mannréttinda næstu árin. Ekki síst fyrir þær sakir að lönd eins og Bretland muni væntanlega draga mjög úr umsvifum sínum á þessu sviði vegna Brexit og eins og staðan er í Bandaríkjunum í dag er ekki von á miklu þaðan varðandi mannréttindamál og innilokunarstefna ríkir.

Framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins vísar þar til utanríkisráðherra Íslands, Guðlaug­s Þórs Þórðarsonar, sem hefur vakið athygli fyrir málflutning sinn varðandi málefni Sýrlands og Jemen á alþjóðlegum vettvangi.

AFP

Líkt og lögfræðingar sem starfa hjá mannréttindaráði SÞ hafa bent blaðamanni mbl.is á þá hefur málflutningur Guðlaugs Þórs vakið mikla athygli en hann fjallaði meðal annars um mikilvægi þess að allt verði gert til að þrýsta á að þeir sem beri ábyrgð á voðaverkum í Sýrlandi og Jemen verði stöðvaðir í ræðu fyrir mannréttindaráðinu í febrúar.

Jafnframt talaði Guðlaugur Þór um mikilvægi þess að hjálp­ar­stofn­an­ir fái að veita mannúðaraðstoð. Heim­ur­inn geti ekki staðið hljóður hjá enn einu sinni þegar fjölda­morð eru fram­in um há­bjart­an dag. Þegar sak­laus­ar kon­ur, börn og karl­ar eru tek­in af lífi á handa­hófs­kennd­an hátt. 

Kynferðislegu ofbeldi er óhikað beitt á átakasvæðum enda öflugt vopn ...
Kynferðislegu ofbeldi er óhikað beitt á átakasvæðum enda öflugt vopn ef tortíma á fólki. AFP

Verður tekin af lífi í nótt

Daccord kom einnig inn á málefni starfsmanna ICRC í Nígeríu í erindi sínu en óttast er að starfsmaður þeirra verði tekinn af lífi í nótt. 

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur biðlað til ríkisstjórnar Nígeríu og áhrifamanna þar í landi til þess að reyna að koma að lausn tveggja heilbrigðisstarfsmanna sem var rænt fyrr á árinu í norðausturhluta Nígeríu. 

Hauwa Mohammed Liman, sem starfar fyrir ICRC og Alice Loksha, sem starfar hjá UNICEF í Nígeríu, var rænt 1. mars af félögum í vígasamtökunum ISWAP. Hauwa Mohammed Liman er 24 ára gömul og það á að taka hana af lífi í nótt nema hægt verði að koma í veg fyrir aftökuna. 

Saifura Hussaini Ahmed Khorsa, sem einnig starfaði hjá ICRC og var rænt ásamt hinum tveimur, var tekin af lífi af mannræningjunum í síðasta mánuði. 

AFP
mbl.is

Innlent »

Hafa ekkert með stjórn Gamma að gera

Í gær, 22:40 Samkeppniseftirlitið hefur enn ekki heimilað kaup Kviku á Gamma og bankinn er því ekki eigandi félagsins. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í svari við fyrirspurn mbl.is vegna þeirrar yfirlýsingar VR að félagið taki allt fé sitt úr eignastýringu hjá Kviku verði hækkun leigu hjá Almenna leigufélaginu ekki afturkölluð. Meira »

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Í gær, 22:20 „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

Í gær, 22:03 Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur geri Lindarvatn breytingu á hönnun byggingar sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

Í gær, 21:39 „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

Í gær, 21:05 Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

„Börn eiga alltaf rétt á stuðningi“

Í gær, 20:40 Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vekur hún þar athygli á frumvarpi sínu um að heildstætt mat verði frekar notað heldur en aldursgreiningar. Meira »

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

Í gær, 20:10 „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

Í gær, 19:45 „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Segja árás formanns VR ómaklega

Í gær, 19:16 Almenna leigufélagið segist fagna allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi. Málflutningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um Almenna leigufélagið sé hins vegar óheppilegt innlegg í umræðuna. Meira »

Appelsína úr Hveragerði

Í gær, 19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

Í gær, 18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

Í gær, 18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

Í gær, 18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

Í gær, 17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

Í gær, 17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

Í gær, 16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

Í gær, 15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

Í gær, 15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

Í gær, 15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...