Aldrei verið sótt um leyfi fyrir stækkun hótelsins

Ekki verður hægt að halda áfram vinnu við stækkun hótelsins ...
Ekki verður hægt að halda áfram vinnu við stækkun hótelsins fyrr en byggingarleyfi fæst. mbl.is/​Hari

Ekki er til staðar byggingarleyfi og enn hefur ekki verið sótt um slíkt leyfi fyrir byggingaframkvæmdum vegna stækkunar City Park Hótel við Ármúla 5 í Reykjavík. Þrátt fyrir það hefur vinna staðið yfir við stækkunina um tíma, en verið er að bæta við 27 herbergjum. Fyrir voru herbergin 57, en ljúka átti framkvæmdum fyrir jól.

Starfsmenn frá byggingarfulltrúa í Reykjavík fóru á vettvang í gær til að stöðva framkvæmdir, en Vinnueftirlitið hafði þá bannað alla vinnu frá og með 12. október, þar sem veigamikil öryggisatriði voru í ólagi og öryggisstjórnunarkerfi á verkstað ófullnægjandi.

Merki um að starfsmenn sofi á vinnustaðnum

Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir meðal annars að ástand rafmagnsmála á verkstað sé mjög hættulegt. Rafmagnssnúrur séu hangandi niður úr loftum og ótryggir rafmagnskaplar milli hæða og í rafmagnstöflu. Þá séu óvarin op í gólfi, fallvarnir ekki til staðar og starfsmenn hvorki í öryggisskóm né með hjálma við vinnu. Í skýrslunni kemur einnig fram að byggingarleyfi sé ekki til staðar og að merki séu um að starfsmenn sofi og hafist við á vinnustaðnum.

Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hótel, viðurkenndi í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði greinilega ekki staðið rétt að öllum aðbúnaði. „Þetta eru ýmis smáatriði sem ég þarf að kippa í liðinn,“ sagði Árni Valur.

Þau atriði sem gerðar eru athugasemdir við virðast þó ekki vera nein smáatriði, líkt og hann heldur fram. Að byggingarleyfi sé til staðar er til að mynda grundvallaratriði þegar kemur að ráðast í framkvæmdir. Það fékkst staðfest hjá embætti byggingarfulltrúa Reykjavíkur að aldrei hefur verið sótt um leyfi fyrir stækkun hótelsins í Ármúla.

Fær ekki að halda áfram fyrr en leyfið er komið

„Það er númer eitt, tvö og þrjú að hafa byggingarleyfi til að geta hafið framkvæmd,“ segir Særún Jónasdóttir, skrifstofufulltrúi hjá embætti byggingarfulltrúa. „Þetta kemst yfirleitt upp þegar nágrannar fara að kvarta. Þá er þetta skoðað. Það er því enginn hagur að því að sækja ekki um.“ Að hennar sögn hefur byggingarfulltrúi ekki mannafla í að skoða allar framkvæmdir en þegar ábendingar koma sé brugðist skjótt við, líkt og í umræddu tilfelli.

Særún segist ekki geta svarað því hvort það geti gleymst að sækja um leyfi eða hvort það sé ekki gert af ásetningi. Það sé eflaust allur gangur á því. Það vakni þó stundum grunur um að menn kjósi það að sækja ekki um leyfi, enda þurfi að uppfylla ákveðin skilyrði til að leyfið fáist. „Þá þarf að fá byggingarstjóra, meistara og teikningar og greiða útreiknuð gjöld. Það eru frumskilyrðin fyrir því að byrja á framkvæmdum,“ útskýrir hún.

Til að hægt sé að hefja framkvæmdir aftur við stækkun hótelsins þarf að sækja um leyfi og það að fást, en jafnframt gera þær úrbætur sem Vinnueftirlitið gerir kröfu um. „Hann fær ekkert að halda áfram fyrr en leyfið er komið út,“ segir Særún, en byggingarfulltrúi mun hafa eftirlit með því.

mbl.is

Innlent »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »
ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU GÓÐ AEG ÞVOTTAVÉL. NÝ KOL. VERÐ 45Þ.Þ. UPPL. Í 822-4850....
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...