Gæslan auglýsir olíu til sölu

Ítölsk herþota við loftrýmisgæslu á Íslandi nú í haust.
Ítölsk herþota við loftrýmisgæslu á Íslandi nú í haust.

Landhelgisgæsla Íslands hefur á vef Ríkiskaupa auglýst til sölu olíu. Um er að ræða um 300.000 lítra af flugvélaeldsneyti (steinolíu) og er hún geymd í austur olíubirgðastöð Atlantshafsbandalagsins (NATO) á Keflavíkurflugvelli.

Fram kemur í auglýsingunni að þetta sé blandað flugvélaeldsneyti og er hluti þess frá því fyrir árið 2006. Að hluta til sé um að ræða olíu sem var nýtt til að hreinsa lagnakerfin á Keflavíkurflugvelli og einnig er um að ræða eldsneyti sem hefur verið dælt af flugvélum eða hefur verið pantað og ekki nýtt þ.e. blandað íblöndunarefnum.

„Það er á ábyrgð kaupanda að meta og kanna gæðin, í samráði við starfsmenn birgðastöðvarinnar,“ segir í auglýsingunni á vef Ríkiskaupa. Í henni er óskað eftir því að tilboðum í olíuna verði skilað til Ríkiskaupa í síðasta lagi þriðjudaginn 23. október næstkomandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert