Spyr um þýðingarstefnu ráðuneytanna

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sent öllum ráðuneytunum níu fyrirspurn þess efnis hvort íslensk lög og reglugerðir á vegum ráðuneytanna og undirstofnana þeirra hafi verið þýdd á önnur tungumál. 

Þingmaðurinn spyr hvort ráðuneytin og undirstofnanir þeirra hafi markað stefnu um þýðingar, meðal annars í ljósi þeirrar öru fjölgunar sem hefur orðið á fólki sem býr og starfar á Íslandi en hefur ekki íslensku að móðurmáli.

Í fyrirspurninni er óskað eftir upplýsingum um á hvaða tungumál lög og reglugerðir hafa verið þýdd, hvenær þýðingin var birt og hvenær þýðingin var síðast uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert