„Var fyrst og fremst nörd“

Paul Allen var meðal ríkustu manna heims, en á sama ...
Paul Allen var meðal ríkustu manna heims, en á sama tíma vildi hann fá frið til að sinna áhugamálum sínum. AFP

Athafnarmaðurinn Paul Allen var flókin persóna sem hafði mörg áhugamál, allt frá gítarleik yfir í tækniþróun og rannsóknir á hafsbotni og fornminjum. Hann var einn ríkasti maður heims en var mjög varkár og mat einkalíf sitt mikið og vildi oft fá að vera í friði að sinna sínum áhugamálum. Þetta segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur og vinur Allen, en Haraldur fór reglulega með Allen í rannsóknarferðir á undanförnum árum víða um heim. Greint var frá því í gærkvöldi að Allen hafi látist eftir baráttu sína við krabbamein.

Allen stofnaði meðal annars hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft með Bill Gates árið 1975. Átta árum síðar yfirgaf hann fyrirtækið, en hélt eignarhlut sínum í félaginu. Þá setti hann á fót rannsóknarstofnun í heilarannsóknum og aðra stofnun í gervigreind. Stofnaði Allen einnig Jimi Hendrix safn í Seattle og var eigandi tveggja atvinnumannaíþróttaliða í Seattle, þeirra Seattle Seahawks í amerískum fótbolta og Portland Trail Blazers í körfubolta.

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hefur undanfarin 8 ára ferðast reglulega með ...
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hefur undanfarin 8 ára ferðast reglulega með Allen víða um heim við rannsóknarstörf. mbl.is/RAX

Byrjaði allt með gosinu í Eyjafjallajökli

Árið 2010 þegar gosið í Eyjafjallajökli hófst hafði Allen samband við Harald. „Hann hafði lesið höfuðrit mitt, Encyclopedia of volcanoes [alfræðirit um eldfjöll], og hringdi í mig. Þannig byrjuðu kynni okkar,“ segir Haraldur í samtali við mbl.is. Í framhaldinu gerðist Haraldur leiðsögumaður fyrir Allen í fjölmörgum ferðum hans á skútunni Octapus víða um heim. Kom Allen meðal annars nokkrum sinnum til Íslands og þá fóru þeir saman til Nýju-Gíneu og Salomonseyja.

Snekkjan Octapus, sem myndi þýðast sem Kolkrabbinn á íslensku, er ein stærsta snekkja heims, en hún er 126 metra löng og var smíðuð árið 2003. „Það er ekki rétt að kalla þetta skemmtisnekkju, því þetta er eitthvað best hannaða hafrannsóknarskip sem ég hef komið um borð í,“ segir Haraldur. Þannig eru tveir kafbátar um borð sem og tvær þyrlur og 58 manna áhöfn. Annar kafbáturinn er ómannaður og kemst á þriggja kílómetra dýpi, en hinn er fyrir allt að 10 manns og kemst á 300 metra dýpi.

Octopus hefur verið tíður gestur hér. Hún var í eigu ...
Octopus hefur verið tíður gestur hér. Hún var í eigu Pauls Allens. mbl.is/Styrmir Kári

Rannsakaði neðanjarðar eldvirkni og fornminjar á hafsbotni

Haraldur segir að á ferðum sínum hafi Allen meðal annars viljað rannsaka eldvirkni neðansjávar. Hafi hann meðal annars sýnt hverastrýtum á botni Eyjafjarðar mikinn áhuga. Þá skoðuðu þeir neðansjávarhverasvæði við Nýju-Gíneu þar sem hitinn var um 375°C og mikið var um eðalmálma og einstakt lífríki.

En það var ekki bara jarð- og náttúrufræði sem Allen hafði áhuga á þegar hann hélt í rannsóknarferðir sínar. Haraldur segir að hann hafi meðal annars haft mikinn áhuga á fornminjum og skipum sem höfðu sokkið niður á hafsbotn. Sérstaklega hafi hann verið áhugasamur um skip frá seinni heimstyrjöldinni.

Hann hafi meðal annars notað Octapus til að leita að skipsflökum við Vestfirði og Skógarströnd, en þekktasta verkefnið hafi örugglega verið þegar flak Hood, eins stærsta herskips Breta í seinni heimstyrjöldinni, var skoðað. Hafði Hood verið grandað af þýska herskipinu Bismarck. Notuðu þeir mannaða kafbátinn til að ná upp skipsbjöllu skipsins eftir að hafa fengið leyfi til þess.

Haraldur segir að mannaði kafbáturinn hafi meðal annars verið notaður til að kafa niður við Salomonseyjar þar sem tugir skipa eru á hafsbotni eftir miklar sjóorrustur á milli Bandaríkjamanna og Japana í seinni heimstyrjöldinni.

Spilaði með Bono um borð í snekkjunni

En snekkjan var ekki aðeins rannsóknarstöð því hún var ákveðið athvarf fyrir Allen. Þannig segir Haraldur að í snekkjunni hafi verið heilt hljóðver þar sem Allen hafi viljað taka upp plötur. Hafi hann meðal annars oft fengið þekkta tónlistarmenn um borð eins og írska tónlistarmanninn Bono. Hafi þeir spilað saman, en Haraldur segir að Allen hafi verið mjög góður gítarleikari. Í innréttingu skipsins var einnig innbyggður stór gítar sem náði upp í gegnum þilför skipsins að sögn Haraldar.

Paul Allen ásamt Bill Gates árið 2000.
Paul Allen ásamt Bill Gates árið 2000. AFP

„Alveg ótrúlegt hvað hann náði að gera“ 

Spurður hvernig Haraldur myndi lýsa persónu Allen segir Haraldur: „Hann var fyrst og fremst nörd. Hann var mjög klár í tæknimálum og byrjaði snemma að skrifa kóða. Það lék í höndum hans.“ Þá hafi hann sökkt sér í fjölmörg áhugamál sín eins og greint hefur verið hér að framan. „Hann var mikill áhugamaður um hafið og allt haftengt,“ segir Haraldur. „Það er alveg ótrúlegt hvað hann náði að gera,“ bætir hann við og bendir á að Allen hafi tekið þátt í verkefninu Stratolaunch Systems, þar sem unnið er að hönnun stærstu flugvélar heims sem á að flytja flaugar út í geim og sinnt ýmsum góðgerðarverkefnum í gegnum tíðina.

Allen var aldrei giftur og átti engin börn. Haraldur segir að líklegast muni stofnanir sem Allen setti á fót halda áfram starfsemi sinni til frambúðar, en hann er þó ekki jafn bjartsýnn á áframhald þeirra rannsókna sem voru framkvæmdar um borð í Octopus. Segir hann að það hafi meira verið drifið áfram af ástríðu Allen sjálfs og að líklega verði snekkjan seld. Það muni þó koma í ljós síðar.

mbl.is

Innlent »

Einn fékk 27 milljónir

19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3° gráður á Ólafsfirði

19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...