Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

Frá fundi borgarstjórnar í gær. Jórunn Pála Jónasdóttir er fyrir ...
Frá fundi borgarstjórnar í gær. Jórunn Pála Jónasdóttir er fyrir miðri mynd. mbl.is/Eggert

Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar.

Eins og mbl.is greindi frá í gær olli það nokkru ósætti á fundi borgarstjórnar og sökuðu sjálfstæðismenn meirihlutann um að geta ómögulega samþykkt góð mál einungis af því að þau væru lögð fram í nafni Sjálfstæðisflokksins. Að lokum varð lendingin þó sú að málið var afgreitt í góðri sátt, eftir að meirihlutinn dró sína tillögu til baka og gerði breytingatillögu við tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem var samþykkt samhljóða.

„Hún var í rauninni gerð sértækari,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður tillögunnar, um það hvaða breytingar voru gerðar á tillögunni áður en hún var samþykkt.

„Það var farið meira inn á það með hvaða hætti ætti að ná þessu markmiði og byggt á efnum greinargerðanna, bæði okkar og meirihlutans,“ segir Jórunn Pála.

„Ég er mjög ánægð með afgreiðslu meirihlutans og hvernig þetta endaði allt saman.“

Mál sem brennur á mörgum

Jórunn Pála lagði málið fram í mannréttinda- og lýðræðisráði borgarinnar fyrir nokkrum vikum og segir í samtali við blaðamann að í sínum samtölum í kosningabaráttunni í vor hafi hún fundið fyrir því að þessi mál brynnu á fólki sem starfaði innan skólakerfisins. Jórunn segir að helst hafi verið nefnt að fjármagn til íslenskukennslu og móðurmálskennslu hefði ekki aukist í takt við aukinn fjölda nemenda sem hafi ekki íslensku að móðurmáli.

Markmið tillögunnar er sem áður segir að tryggja að börn innflytjenda hafi jöfn tækifæri til náms og einnig til þátttöku í íþrótta- og tómstundakerfi. Jórunn bendir á að á Íslandi sé staðan sú að það sé 23% munur á meðaleinkunnum barna af innlendum og erlendum uppruna og að sá munur sé sá mesti sem fyrirfinnst innan aðildarríkja OECD.

Jórunn Pála segir að bág staða barna innflytjenda innan skólakerfisins ...
Jórunn Pála segir að bág staða barna innflytjenda innan skólakerfisins brenni á mörgum. Ljósmynd/Aðsend

Í tillögunni er meðal annars lagt til að námsráðgjöf og heimanámsaðstoð til barna með annað móðurmál en íslensku verði efld og að skimað verði sérstaklega eftir námsörðugleikum hjá þessum hópi barna með því að taka í notkun viðurkennt matstæki sem mælir almenna þekkingu og námsfærni á móðurmáli nemanda.

Þá kveður tillagan einnig á um að áætlanir um móttöku barna innflytjenda í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum verði endurskoðaðar. Reykjavíkurborg markar einnig þá stefnu samkvæmt tillögunni að ríkið og aðrir aðilar sem eiga aðkomu að mótun menntakerfisins beiti sér fyrir því að gefið verði út námsefni sem hentar nemendum undir 18 ára aldri með annað móðurmál en íslensku. Í tillögunni segir einnig að Reykjavíkurborg muni efla samstarf við önnur sveitarfélög um málefni barna með annað móðurmál en íslensku.

Jórunn segir að fyrir liggi mikið af upplýsingum um vandann sem þurfi að bregðast við. 

„Við erum komin með öll verkfærin upp í hendurnar til þess að grípa til einhverra aðgerða og tækla þetta,“ segir Jórunn Pála, sem á von á því að skriður komist á málið á næstu mánuðum, eftir að stefnuyfirlýsing borgarstjórnar verði send til skóla- og frístundasviðs.

mbl.is

Innlent »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sigri í Skrekk fagnað

Í gær, 19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...