Ætla að bæta stöðu barna innflytjenda

Frá fundi borgarstjórnar í gær. Jórunn Pála Jónasdóttir er fyrir ...
Frá fundi borgarstjórnar í gær. Jórunn Pála Jónasdóttir er fyrir miðri mynd. mbl.is/Eggert

Tillaga um að bæta stöðu barna með annað móðurmál en íslensku í skólakerfinu var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkvöldi. Tvær keimlíkar tillögur um þetta efni voru á dagskrá borgarstjórnar í gær, ein frá Sjálfstæðisflokki og önnur frá meirihluta borgarstjórnar.

Eins og mbl.is greindi frá í gær olli það nokkru ósætti á fundi borgarstjórnar og sökuðu sjálfstæðismenn meirihlutann um að geta ómögulega samþykkt góð mál einungis af því að þau væru lögð fram í nafni Sjálfstæðisflokksins. Að lokum varð lendingin þó sú að málið var afgreitt í góðri sátt, eftir að meirihlutinn dró sína tillögu til baka og gerði breytingatillögu við tillögu Sjálfstæðisflokksins, sem var samþykkt samhljóða.

„Hún var í rauninni gerð sértækari,“ segir Jórunn Pála Jónasdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og flutningsmaður tillögunnar, um það hvaða breytingar voru gerðar á tillögunni áður en hún var samþykkt.

„Það var farið meira inn á það með hvaða hætti ætti að ná þessu markmiði og byggt á efnum greinargerðanna, bæði okkar og meirihlutans,“ segir Jórunn Pála.

„Ég er mjög ánægð með afgreiðslu meirihlutans og hvernig þetta endaði allt saman.“

Mál sem brennur á mörgum

Jórunn Pála lagði málið fram í mannréttinda- og lýðræðisráði borgarinnar fyrir nokkrum vikum og segir í samtali við blaðamann að í sínum samtölum í kosningabaráttunni í vor hafi hún fundið fyrir því að þessi mál brynnu á fólki sem starfaði innan skólakerfisins. Jórunn segir að helst hafi verið nefnt að fjármagn til íslenskukennslu og móðurmálskennslu hefði ekki aukist í takt við aukinn fjölda nemenda sem hafi ekki íslensku að móðurmáli.

Markmið tillögunnar er sem áður segir að tryggja að börn innflytjenda hafi jöfn tækifæri til náms og einnig til þátttöku í íþrótta- og tómstundakerfi. Jórunn bendir á að á Íslandi sé staðan sú að það sé 23% munur á meðaleinkunnum barna af innlendum og erlendum uppruna og að sá munur sé sá mesti sem fyrirfinnst innan aðildarríkja OECD.

Jórunn Pála segir að bág staða barna innflytjenda innan skólakerfisins ...
Jórunn Pála segir að bág staða barna innflytjenda innan skólakerfisins brenni á mörgum. Ljósmynd/Aðsend

Í tillögunni er meðal annars lagt til að námsráðgjöf og heimanámsaðstoð til barna með annað móðurmál en íslensku verði efld og að skimað verði sérstaklega eftir námsörðugleikum hjá þessum hópi barna með því að taka í notkun viðurkennt matstæki sem mælir almenna þekkingu og námsfærni á móðurmáli nemanda.

Þá kveður tillagan einnig á um að áætlanir um móttöku barna innflytjenda í leikskólum, grunnskólum og á frístundaheimilum verði endurskoðaðar. Reykjavíkurborg markar einnig þá stefnu samkvæmt tillögunni að ríkið og aðrir aðilar sem eiga aðkomu að mótun menntakerfisins beiti sér fyrir því að gefið verði út námsefni sem hentar nemendum undir 18 ára aldri með annað móðurmál en íslensku. Í tillögunni segir einnig að Reykjavíkurborg muni efla samstarf við önnur sveitarfélög um málefni barna með annað móðurmál en íslensku.

Jórunn segir að fyrir liggi mikið af upplýsingum um vandann sem þurfi að bregðast við. 

„Við erum komin með öll verkfærin upp í hendurnar til þess að grípa til einhverra aðgerða og tækla þetta,“ segir Jórunn Pála, sem á von á því að skriður komist á málið á næstu mánuðum, eftir að stefnuyfirlýsing borgarstjórnar verði send til skóla- og frístundasviðs.

mbl.is

Innlent »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Í gær, 17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »

Kröfugerð SGS nú hluti af stefnu flokksins

Í gær, 16:50 Í dag var samþykkt á félagsfundi Sósíalistaflokks Íslands að fella kröfugerð Starfsgreinasambandsins gagnvart stjórnvöldum inn í málefnastefnu flokksins. Vísað er til þess að kröfugerð SGS hafi verið samþykkt af félögum sem hafi tæplega 60 þúsund félagsmenn. Meira »
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...