Auðnutittlingur frá Akureyri til Skagen

Auðnutittlingur. Fugl merktur á Akureyri endurheimtist nýlega í Skagen í …
Auðnutittlingur. Fugl merktur á Akureyri endurheimtist nýlega í Skagen í Danmörku. mbl.is/Ómar Óskarsson

Auðnutittlingur, sem Sverrir Thorstensen merkti á Akureyri 2. janúar síðastliðinn, endurheimtist í Skagen á norðurodda Jótlands á sunnudag.

„Þetta er fyrsta erlenda endurheimtan á auðnutittlingi merktum á Íslandi,“ segir Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og formaður fuglamerkingaráðs, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Alls hafa verið merktir 29.599 auðnutittlingar frá því að fuglamerkingar hófust hér árið 1921 til síðustu áramóta. Átak í merkingu auðnutittlinga hófst 2014 og voru merktir 8.784 í fyrra.

Auðnutittlingar hafa margir vetursetu hér. Guðmundur sagði vitað að grænlenskir auðnutittlingar og hrímtittlingar færu um Ísland vor og haust á leið sinni til og frá löndum sunnar í álfunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert