Frumvarpið „einn glundroði“

Sigurður Konráðsson. Nýju lögin fela það í sér að mannanafnanefnd …
Sigurður Konráðsson. Nýju lögin fela það í sér að mannanafnanefnd verður lögð niður. mbl.is/Árni Sæberg

„Mannanöfn kunna við fyrstu sýn að þykja heldur léttvæg þegar rætt er um þjóðtungu Íslendinga og tilraunir til þess lengja í henni lífið. Svo er þó ekki. Sennilega er enginn einn þáttur mikilvægari.“

Þetta segir Sigurður Konráðsson, formaður mannanafnanefndar í Morgunblaðinu í dag. Í athugasemd við frumvarp til nýrra laga um mannanöfn segir Sigurður að frumvarpið sé „örstutt en einn glundroði“.

Hann segir að á undanförnum árum hafi Alþingi sýnt eftirtektarverðan vilja til þess að íslenskt mál verði enn um sinn þjóðtunga Íslendinga. Því telur hann að þingmenn ættu að gefa því gaum að mannanöfn séu hluti af íslensku málkerfi, þau styrki merkingargrundvöll tungunnar með því að fólk velti fyrir sér merkingu eigin nafns og annarra auk þess sem mannanöfn gegni viðamiklu hlutverki í bókmenntum þjóðarinnar, náttúrufræði og sagnfræði. Sigurður, sem er prófessor í íslenskri málfræði, telur að hætta sé á að þetta glatist verði umrædd lög að veruleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »