Ætlar að skála eftir 19 milljóna vinning

Lottó
Lottó

Báðir vinningshafar sem skiptu með sér fjórföldum lottópotti um helgina hafa gefið sig fram við Íslenska getspá. Fékk hvor vinningshafi um 19,3 milljónir í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Olís við Ánanaust í Reykjavík en hinn er í áskrift.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að eigandi annars miðans hafi verið fjölskyldufaðir á höfuðborgarsvæðinu með ung börn. Hann hafi verið sannfærður um að einhver vina sinna væri að gera at í sér þegar haft var samband við hann. Ætlaði hann að segja konu sinni frá vinningnum um kvöldið, kannski setja kampavín í kæli og skála fyrir breyttum fjárhag fjölskyldunnar.

Hjón á besta aldri á höfuðborgarsvæðinu voru eigendur hins miðans. Sögðust þau ekki ætla að sitja ein að milljónunum heldur láta gott af sér leiða til samfélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert