„Algjörlega óboðleg vinnubrögð“

„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma ...
„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma einfaldlega engin svör.“ mbl.is/Eggert

„Ég átta mig ekki á því hvort þetta sé einskært þekkingarleysi, eða hvort þeim finnist einfaldlega í lagi að breyta lögunum að eigin vild. Þetta eru náttúrulega algjörlega óboðleg vinnubrögð, í félagi sem fer með hagsmunagæslu okkar og á að starfa í umboði okkar, að það sé ekki meira gegnsæi til staðar.“

Þetta segir Heiðveig María Einarsdóttir, sem tilkynnt hefur framboð til formanns Sjómannafélags Íslands, um vinnubrögð stjórnar félagsins, sem sagðist í tilkynningu í gær harma alvarlegar ásakanir Heiðveigar í sinn garð.

Lögum breytt á netinu mánuðum eftir aðalfund

Deilt er um ákvæði í lögum félagsins, eins og þau birtast á vef þess, þar sem kveðið er á um að þeir einir séu kjörgengir til formanns sem greitt hafi félagsgjöld undangengin þrjú ár. Ákvæði sem, ef það reynist gilt, myndi fara langt með að útiloka möguleika Heiðveigar til formannsframboðs í vetur, en skammt er síðan hún tók upp sjómennsku á nýjan leik.

Heiðveig segir ástæðu þess að deilt sé um málið núna vera þá að hún hafi að undanförnu gert sér far um að kynna sér lög félagsins vel. Svo tók hún eftir því að þau voru tekin að breytast, þrátt fyrir að margir mánuðir væru liðnir frá aðalfundi, sem fram fór 28. desember á síðasta ári.

„Í fyrstu geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað er að eiga sér stað, ekki fyrr en ég fer inn á vefsafn Landsbókasafns, þar sem geymd eru afrit af vef félagsins eins og hann lítur út hverju sinni. Þar sé ég að búið er að bæta inn í lögin ákvæði um að þeir einir séu kjörgengir til formennsku sem greitt hafi til félagsins í þrjú ár þar á undan.“

Ákvæðið er enda ekki að finna í afriti sem vefsafn Landsbókasafns tók 19. maí á þessu ári, af vef félagsins.

200 mílur hafa enn fremur undir höndum skjáskot, sem Heiðveig tók af vef félagsins 28. september. Þar er ekki að finna þetta ákvæði.

Nokkrum dögum síðar, eða 2. október, tilkynnti Heiðveig að hún stefndi á framboð til formanns félagsins. Tóku 200 mílur hana tali af því tilefni, og birtist viðtalið í ViðskiptaMogganum og á mbl.is 4. október.

Fimm dögum síðar tók Heiðveig annað skjáskot, sem hún hefur sent 200 mílum. Þar má sjá að ákvæðið hefur bæst við, auk fleiri breytinga, og þannig stendur það í dag.

Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, tilkynnti í vikunni að hann ...
Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, tilkynnti í vikunni að hann hygðist ekki bjóða sig fram að nýju. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Algjörlega galið“

Heiðveig segist ekki hafa fengið aðgang að fundargerðum, síst frá síðasta aðalfundi sem fram fór eins og áður sagði 28. desember á síðasta ári.

„Ég hef farið inn á skrifstofuna og beðið um að fá að sjá fundargerðarbækur, en ég fæ það ekki, sem er algjörlega galið. Ég fæ bara þau svör að ég hefði átt að vera á aðalfundinum. Málið er hins vegar að ég fór út á sjó á annan í jólum og kom heim á gamlársdag, þannig að það hefði verið ansi erfitt að mæta á þann fund, og ef það er ekki skilningur fyrir því hjá mínu eigin stéttarfélagi þá veit ég ekki hvar hann er að finna.“

Hún segir að fundargerðirnar ættu vitaskuld að vera opnar öllum félagsmönnum til skoðunar.

„Ég hef ekki fengið að sjá fundargerðina frá fundinum, en ég hef fengið sendar myndir af henni. Ég hef í kjölfarið rakið það mjög vel með gögnum – ég er ekki bara að kasta einhverju fram – að það eru gerðar að minnsta kosti sjö aðrar breytingar á lögunum og allar varða þær kjörgengi. Aðeins eina þeirra er þó að finna í fundargerðinni, en það er sú sem varðar þessa þriggja ára reglu,“ segir Heiðveig.

Ekki hafi verið farið eftir lögum félagsins

„Eftir stendur þessi staðreynd, að lögunum var breytt á vef félagsins um mánaðamótin síðustu. Það verður ekki hrakið. Ekki veit ég hvort menn hafi bara gleymt að vinna úr fundargerðinni eða hvort annað sé þarna að baki, en hvort tveggja er ekki boðlegt okkur félagsmönnum,“ segir hún.

„Merkilegt finnst mér líka, að þeir „harmi þessar alvarlegu ásakanir“ sem þeir segja hafa komið fram í sinn garð, en gera svo lítið sem ekkert til að reka þær til baka og sýna ekki fram á að þeir hafi nokkuð fyrir sér í þessu,“ bætir hún við og heldur áfram:

„Það var aðalfundur í desember á síðasta ári – það er næstum því ár liðið – og þeir telja ekki neina ástæðu til að birta mjög íþyngjandi lagabreytingar, sem hafa þar að auki ekkert fordæmi í nokkru öðru sambærilegu félagi. En það er annar kapítuli út af fyrir sig. Lagabreytinganna er ekki getið í fundarboði, eins og lög kveða á um, og fundargerðin er ekki lögleg þar sem undirskrift fundarritara vantar, eins og lög kveða á um. Þegar allar þessar staðreyndir málsins safnast saman þá er komin ansi rík ástæða til að ætla að verið sé að halda einhverju leyndu,“ segir hún.

Spurð hvað taki nú við segist Heiðveig vissulega vonast til ...
Spurð hvað taki nú við segist Heiðveig vissulega vonast til að stjórnarmenn félagsins sjái að sér. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Vill sjá stjórnina segja af sér

„Þetta vekur aðeins upp enn fleiri spurningar, en það koma einfaldlega engin svör. Og að koma svo fram, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb vegna þess eins að fram hefur komið mótframboð, er náttúrulega algjörlega galið.“

Heiðveig bendir enn fremur á að eftir umræddar lagabreytingar séu lögin heldur ekki samkvæm sjálfum sér, enda stangist efni nýja ákvæðisins á við ákvæði 7. greinar laganna, sem kveði á um rétt allra félagsmanna til að vera kjörgengir. Greininni hefur þó verið breytt í lögunum sem birt eru á vef félagsins, en Heiðveig vísar til þess að breytingu á henni megi hvergi finna í fundargerðum. Sú breyting sé því ógild með öllu og nýja ákvæðið nái þannig ekki fullu gildi.

Spurð hvað taki nú við segist Heiðveig vissulega vonast til að stjórnarmenn félagsins sjái að sér.

„Ég bind ákveðnar vonir við að þeir sjái að sér og axli ábyrgð á þessu. Þessi hundavaðsháttur liggur mjög skýrt fyrir og það eru opinber gögn honum til staðfestingar, og í verkalýðsfélögum sem þessu þá á enginn afsláttur að vera gefinn af faglegum vinnubrögðum, sér í lagi þegar það varðar þátttöku okkar félagsmanna. Ég vil sjá stjórnina segja af sér, því þetta er algjörlega óboðlegt að svo mörgu leyti. Ég stefni annars ótrauð á framboð til formanns, held mínu striki og undirbý boðun félagsfundar, sem er æðsta vald félagsins.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...