„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

Framkvæmdir við endurgerð fasteignanna við Nauthólsveg 100 hafa kostað mun ...
Framkvæmdir við endurgerð fasteignanna við Nauthólsveg 100 hafa kostað mun meira en gert var ráð fyrir og enn er margt óklárað. mbl.is/Hari

Þegar fulltrúar í innkauparáði Reykjavíkurborgar óskuðu eftir áliti borgarlögmanns vegna innkaupa í tengslum við endurgerð húsanna að Nauthólsvegi 100 í ágúst í fyrra, var ekki verið að fjalla um framúrkeyrslu verkefnanna, enda var hún þá ekki til staðar.

Álitið sem óskað var eftir sneri einungis að því hvort bjóða ætti verkefnið út eða ekki, segir Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg, í samtali við mbl.is.

Blaðamaður ræddi við Hrólf áður en álitið var birt opinberlega, en athugun embættis borgarlögmanns, sem var um 14 mánuði á leiðinni, leiddi í ljós að innkaupareglur borgarinnar voru brotnar við framkvæmdina. Ekki er þó um lögbrot að ræða, þar sem verkefnið var ekki útboðsskylt, samkvæmt álitinu.

Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun sagði Hrólfur að kjörnir fulltrúar hefðu fyrst fengið upplýsingar um framúrkeyrslu verkefnisins í ágúst á þessu ári og að hann hefði gert mistök með því að grípa ekki inn í.

Í samtali við blaðamann neitar Hrólfur því aðspurður að hafa nokkurn tíma rætt uppbygginguna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra, en skrifstofa eigna og atvinnuþróunar er staðsett í ráðhúsi Reykjavíkur.

„Það er alveg á hreinu. Honum var ekki ljóst hvernig þessi staða var,“ segir Hrólfur, sem lét af störfum hjá borginni 1. apríl sl. og hefur síðan þá tekið tímabundið við sem framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, sem rísa í Vatnsmýri.

Hann segir að hann telji „langbest að það komi bara allt saman í ljós í þessari úttekt innri endurskoðunar hvað gerðist þarna og hvers vegna þetta gerðist [...] að þessum fjármunum var öllum eytt og það ekki lagt fyrir kjörna fulltrúa fyrr en í ágúst 2018.“

Hrólfur Jónsson var skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni ...
Hrólfur Jónsson var skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni þar til í apríl sl. og fylgdi uppbyggingunni við Nauthólsveg úr hlaði. mbl.is/Eggert

Þá segir Hrólfur að það væri einfalt fyrir sig að mæta í blaðaviðtöl og þvo hendur sínar af málinu og segjast ekki hafa vitað neitt, en það ætli hann ekki að gera.

„Ég ætla bara að vísa á þessa skoðun [innri endurskoðunar] sem verið er að gera og þar kemur þetta allt fram. Við verðum öllsömul tekin í, ég vil ekki að kalla það yfirheyrslu, en við munum örugglega öll gera grein fyrir því hvernig við lítum á málið.“

Af hverju sá SEA um málið?

Í umfjöllun um húsin að Nauthólsvegi 100 hefur því verið velt upp að verkefnið hafi fallið undir SEA en ekki undir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar. Það gerði t.d. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali við mbl.is á dögunum. Hún sagði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar alla jafna sjá um svona stórar framkvæmdir og að verkferlarnir við uppbyggingu braggans hefðu því verið allt öðruvísi en æskilegt hefði verið.

En hver er munurinn? Fyrir leikmann getur stjórnsýsla borgarinnar verið ansi flókin, enda ekki á allra færi eða áhugasviði að setja sig inn í það á hvaða hátt verkferlar SEA og umhverfis- og skipulagssviðs eru ólíkir.

Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn mbl.is um það af hverju verkefnið hefði verið á forræði skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar segir að SEA hafi komið að verkefnum þar sem verið er að útfæra eða þróa svæði eða breyta notkun bygginga, húsa sem falla undir einhvers konar vernd, þar sem þarf að fá aðila til samstarfs eða til að leigja eignir.

Frá undirritun samnings á milli borgarinnar og HR um uppbyggingu ...
Frá undirritun samnings á milli borgarinnar og HR um uppbyggingu fasteignanna við Nauthólsveg 100 árið 2015.

„Endurgerð og viðhald bygginganna við Nauthólsveg 100 er ágætt dæmi um slíkt verkefni þar sem unnið er með samstarfsaðila og leigutaka að endurbótum. Þessi verkaskipting er ekki alveg skýr á milli SEA og umhverfis- og skipulagssviðs og væntanlega eitt af þeim atriðum sem innri endurskoðun mun fara yfir í úttekt sinni á verkefninu,“ segir í svari upplýsingastjórans.

Hrólfur stýrði SEA þegar verkefnið var sett af stað og hann tekur undir með svari Bjarna og segir að SEA hafi verið fengin til að koma að verkefnum sem þessum, þar sem þurfi að koma eignum borgarinnar í notkun og jafnvel gera leigusamninga við þriðju aðila, eins og í tilfelli Nauthólsvegs 100, þar sem Háskólinn í Reykjavík á aðkomu.

Fleiri verkefni sem hafa verið á forræði SEA varða til dæmis eignir borgarinnar í Gufunesi, þar sem verið var að selja eignir og vefa þá sölu inn í framvindu í gatnagerð á svæðinu. Einnig nefnir hann uppgert hús á Hlemmi, Gasstöðina, en það verkefni var unnið í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Þá tók SEA að sér að halda utan um endurbætur á Perlunni í Öskjuhlíð, en það verkefni „fór ekki upp á umhverfis- og skipulagssvið því að þau höfðu bara ekki mannskap í meira,“ segir Hrólfur. Þannig sé engin ein ástæða fyrir því að SEA taki að sér verkefni við endurbætur á húsum, en slík verkefni voru þó ekki algeng er Hrólfur var við störf.

„Þau voru fá. En við höfum á að skipa reyndum verkefnastjórum og verkfræðingum, svo það kom til í einstaka tilvikum,“ segir Hrólfur.

Braggamálið heit kartafla

Í tilfelli húsanna við Nauthólsveg voru þau öll í niðurníðslu og það lá fyrir að ekki væri hægt að rífa þau, þar sem þau nutu verndar í deiliskipulagi borgarinnar. Auglýst var eftir áhugasömum til að koma að verkefninu og þá kom Háskólinn í Reykjavík inn í myndina.

Hrólfur segir að nú sé HR að gera athugasemdir við þá framúrkeyrslu sem hefur orðið á verkefninu og staðfestir við blaðamann að samningar um verkefnið hafi falið í sér að húsaleiga HR fyrir húsnæðið yrði hærri, ef kostnaður færi fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.

mbl.is/Hari

„Þetta er auðvitað eitt af því sem innri endurskoðun þarf að fara yfir og lesa fundargerðir, því að HR var náttúrlega á öllum verkfundum líka, þó að Reykjavíkurborg hafi verið verkkaupi. Það var auðvitað verið að reyna að taka tillit til þeirra óska,“ segir Hrólfur og bætir við að málinu sé nú kastað á milli aðila eins og heitri kartöflu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Landsprent í Stjörnuklúbbi prentsmiðja

08:18 Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Landsprent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim. Meira »

Hafa áhyggjur af heróínneyslu hér

07:57 „Það er farið líta á margt sem eðlilegt í tengslum við þessa auknu neyslu og tilefni til að hafa ákveðnar áhyggjur,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Meira »

TF-LIF blindflugshæf fyrir jól

07:37 Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til. Meira »

Snjókoma á Öxnadalsheiði

07:00 Greiðfært er í Húnavatnssýslum en hálka eða hálkublettir eru víða í Skagafirði. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði en snjóþekja og éljagangur er í Víkurskarði.  Meira »

Andlát: Erlingur Sigurðarson

06:50 Erlingur Sigurðarson, skáld og fv. kennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember sl., sjötugur að aldri.  Meira »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...