„Alveg á hreinu“ að Dagur vissi ekkert

Framkvæmdir við endurgerð fasteignanna við Nauthólsveg 100 hafa kostað mun ...
Framkvæmdir við endurgerð fasteignanna við Nauthólsveg 100 hafa kostað mun meira en gert var ráð fyrir og enn er margt óklárað. mbl.is/Hari

Þegar fulltrúar í innkauparáði Reykjavíkurborgar óskuðu eftir áliti borgarlögmanns vegna innkaupa í tengslum við endurgerð húsanna að Nauthólsvegi 100 í ágúst í fyrra, var ekki verið að fjalla um framúrkeyrslu verkefnanna, enda var hún þá ekki til staðar.

Álitið sem óskað var eftir sneri einungis að því hvort bjóða ætti verkefnið út eða ekki, segir Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar (SEA) hjá Reykjavíkurborg, í samtali við mbl.is.

Blaðamaður ræddi við Hrólf áður en álitið var birt opinberlega, en athugun embættis borgarlögmanns, sem var um 14 mánuði á leiðinni, leiddi í ljós að innkaupareglur borgarinnar voru brotnar við framkvæmdina. Ekki er þó um lögbrot að ræða, þar sem verkefnið var ekki útboðsskylt, samkvæmt álitinu.

Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun sagði Hrólfur að kjörnir fulltrúar hefðu fyrst fengið upplýsingar um framúrkeyrslu verkefnisins í ágúst á þessu ári og að hann hefði gert mistök með því að grípa ekki inn í.

Í samtali við blaðamann neitar Hrólfur því aðspurður að hafa nokkurn tíma rætt uppbygginguna við Nauthólsveg 100 við Dag B. Eggertsson borgarstjóra, en skrifstofa eigna og atvinnuþróunar er staðsett í ráðhúsi Reykjavíkur.

„Það er alveg á hreinu. Honum var ekki ljóst hvernig þessi staða var,“ segir Hrólfur, sem lét af störfum hjá borginni 1. apríl sl. og hefur síðan þá tekið tímabundið við sem framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands, sem rísa í Vatnsmýri.

Hann segir að hann telji „langbest að það komi bara allt saman í ljós í þessari úttekt innri endurskoðunar hvað gerðist þarna og hvers vegna þetta gerðist [...] að þessum fjármunum var öllum eytt og það ekki lagt fyrir kjörna fulltrúa fyrr en í ágúst 2018.“

Hrólfur Jónsson var skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni ...
Hrólfur Jónsson var skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá borginni þar til í apríl sl. og fylgdi uppbyggingunni við Nauthólsveg úr hlaði. mbl.is/Eggert

Þá segir Hrólfur að það væri einfalt fyrir sig að mæta í blaðaviðtöl og þvo hendur sínar af málinu og segjast ekki hafa vitað neitt, en það ætli hann ekki að gera.

„Ég ætla bara að vísa á þessa skoðun [innri endurskoðunar] sem verið er að gera og þar kemur þetta allt fram. Við verðum öllsömul tekin í, ég vil ekki að kalla það yfirheyrslu, en við munum örugglega öll gera grein fyrir því hvernig við lítum á málið.“

Af hverju sá SEA um málið?

Í umfjöllun um húsin að Nauthólsvegi 100 hefur því verið velt upp að verkefnið hafi fallið undir SEA en ekki undir umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar. Það gerði t.d. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, í viðtali við mbl.is á dögunum. Hún sagði umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar alla jafna sjá um svona stórar framkvæmdir og að verkferlarnir við uppbyggingu braggans hefðu því verið allt öðruvísi en æskilegt hefði verið.

En hver er munurinn? Fyrir leikmann getur stjórnsýsla borgarinnar verið ansi flókin, enda ekki á allra færi eða áhugasviði að setja sig inn í það á hvaða hátt verkferlar SEA og umhverfis- og skipulagssviðs eru ólíkir.

Í skriflegu svari Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn mbl.is um það af hverju verkefnið hefði verið á forræði skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar segir að SEA hafi komið að verkefnum þar sem verið er að útfæra eða þróa svæði eða breyta notkun bygginga, húsa sem falla undir einhvers konar vernd, þar sem þarf að fá aðila til samstarfs eða til að leigja eignir.

Frá undirritun samnings á milli borgarinnar og HR um uppbyggingu ...
Frá undirritun samnings á milli borgarinnar og HR um uppbyggingu fasteignanna við Nauthólsveg 100 árið 2015.

„Endurgerð og viðhald bygginganna við Nauthólsveg 100 er ágætt dæmi um slíkt verkefni þar sem unnið er með samstarfsaðila og leigutaka að endurbótum. Þessi verkaskipting er ekki alveg skýr á milli SEA og umhverfis- og skipulagssviðs og væntanlega eitt af þeim atriðum sem innri endurskoðun mun fara yfir í úttekt sinni á verkefninu,“ segir í svari upplýsingastjórans.

Hrólfur stýrði SEA þegar verkefnið var sett af stað og hann tekur undir með svari Bjarna og segir að SEA hafi verið fengin til að koma að verkefnum sem þessum, þar sem þurfi að koma eignum borgarinnar í notkun og jafnvel gera leigusamninga við þriðju aðila, eins og í tilfelli Nauthólsvegs 100, þar sem Háskólinn í Reykjavík á aðkomu.

Fleiri verkefni sem hafa verið á forræði SEA varða til dæmis eignir borgarinnar í Gufunesi, þar sem verið var að selja eignir og vefa þá sölu inn í framvindu í gatnagerð á svæðinu. Einnig nefnir hann uppgert hús á Hlemmi, Gasstöðina, en það verkefni var unnið í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Þá tók SEA að sér að halda utan um endurbætur á Perlunni í Öskjuhlíð, en það verkefni „fór ekki upp á umhverfis- og skipulagssvið því að þau höfðu bara ekki mannskap í meira,“ segir Hrólfur. Þannig sé engin ein ástæða fyrir því að SEA taki að sér verkefni við endurbætur á húsum, en slík verkefni voru þó ekki algeng er Hrólfur var við störf.

„Þau voru fá. En við höfum á að skipa reyndum verkefnastjórum og verkfræðingum, svo það kom til í einstaka tilvikum,“ segir Hrólfur.

Braggamálið heit kartafla

Í tilfelli húsanna við Nauthólsveg voru þau öll í niðurníðslu og það lá fyrir að ekki væri hægt að rífa þau, þar sem þau nutu verndar í deiliskipulagi borgarinnar. Auglýst var eftir áhugasömum til að koma að verkefninu og þá kom Háskólinn í Reykjavík inn í myndina.

Hrólfur segir að nú sé HR að gera athugasemdir við þá framúrkeyrslu sem hefur orðið á verkefninu og staðfestir við blaðamann að samningar um verkefnið hafi falið í sér að húsaleiga HR fyrir húsnæðið yrði hærri, ef kostnaður færi fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun.

mbl.is/Hari

„Þetta er auðvitað eitt af því sem innri endurskoðun þarf að fara yfir og lesa fundargerðir, því að HR var náttúrlega á öllum verkfundum líka, þó að Reykjavíkurborg hafi verið verkkaupi. Það var auðvitað verið að reyna að taka tillit til þeirra óska,“ segir Hrólfur og bætir við að málinu sé nú kastað á milli aðila eins og heitri kartöflu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ræða bréfaskrif Jóns Baldvins

09:20 Gunnar Hrafn Birgisson, doktor í klínískri sálfræði er gestur Bjartar Ólafsdóttur í þættinum Þingvellir á K100 klukkan tíu. Þau munu meðal annars ræða bréfaskrif Jóns Baldvins Hannibalssonar til Guðrúnar Harðardóttur í þættinum. Meira »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...