Ástríða og mikil vinnusemi

Sjá eitthvað áhugavert í umhverfinu sem skapar hugmynd sem síðan …
Sjá eitthvað áhugavert í umhverfinu sem skapar hugmynd sem síðan verður að fullgerðu listaverki, Sigurður Sævar Magnúsarson sem er 21 árs að aldri en hefur þegar skapað sér nafn í kúnstinni. mbl.is//Sigurður Bogi

Konurnar í verkum Picasso, listmálarans fræga, eru komnar til Reykjavíkur. Þær birtast nú nánast ljóslifandi í myndum Sigurðar Sævars Magnússonar myndlistarmanns sem í kvöld kl. 20 opnar sína 20. einkasýningu í listhúsinu Smiðjunni við Ármúla í Reykjavík.

Á sýningunni eru einnig myndir af dýrum, það er hausum þeirra sem skeytt er við mannslíkama. Á mállýsku kúnstarinnar teljast þetta verka fígúratíf verk, enda unnin með innblæstri listamannsins sem lætur hugann bera sig að minnsta kosti hálfa leið.

„Ég hef alltaf verið skapandi, það er bókstaflega í blóðinu,“ segir Sigurður Sævar sem er 21 ára að aldri. Hann fékk málningu, pensla og striga í 10 ára afmælisgjöf og þar með var teningnum kastað. Áhuginn á myndlist var þá þegar vaknaður. „Ég fór sjö ára á sýninguna Frostvirkni sem Ólafur Elíasson hélt í Hafnarhúsinu og heillaðist. Myndlistin er óskaplega spennandi; að sjá eitthvað áhugavert í umhverfinu sem skapar hugmynd sem síðan verður að fullgerðu listaverki. Mér hefur til dæmis fundist mjög gaman að vinna myndir af húsum og útfæra arkitektúr þeirra,“ segir Sigurður.

Sjá samtal við Sigurð Sævar um list hans í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert