Gunnar Smári í forsvari félagsins

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og eiginmaður Öldu Lóu Leifsdóttur, er í fyrirtækjaskrá skráður stjórnarformaður félagsins Nýr kafli ehf., sem tilgreint er í tilkynningu stéttarfélagsins Eflingar um verkefnið „Fólkið í Eflingu“ frá 12. október síðastliðnum.

Í tilkynningunni sagði að hinn 20. júní þessa árs hefði formaður Eflingar borið undir stjórn félagsins „erindi um að samþykkja tilboð frá Öldu Lóu Leifsdóttur (Nýr kafli ehf.) um framkvæmd verkefnisins „Fólkið í Eflingu“. Gunnars Smára er þar hins vegar hvergi getið.

Samkvæmt upplýsingum sem fylgja með ársreikningi félagsins fyrir árið 2017 eiga Gunnar Smári og Alda Lóa sitt hvorn helminginn af því hlutafé sem er í því, og er hlutur hvors þeirra um sig 500.000 krónur.

Tekjur félagsins á síðasta ári eru sagðar 14.712.903 krónur og skiptust þær annars vegar í selda þjónustu fyrir 8.712.903 krónur og hins vegar styrk fyrir kvikmyndagerð upp á sex milljónir. Rekstrargjöld námu hins vegar 11.767.957 krónum, þar af var almennur rekstrarkostnaður 11.599.836. Í sundurliðun á rekstrarkostnaði kemur fram að fyrirtækið greiddi 407.053 krónur í húsaleigu og 256.357 kr. í bifreiðakostnað, en stærstu útgjaldaliðirnir eru kostnaður vegna kvikmyndaframleiðslu án virðisaukaskatts upp á 4.004.671 krónu og aðkeypt þjónusta án virðisaukaskatts upp á þrjár milljónir. Eignir félagsins fyrir árið 2017 voru 6.637.966 krónur, og jukust þær um 3.982.415 kr. frá árinu 2016.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert