Hæstiréttur staðfestir lögbann

Hæstiréttur Íslands staðfesti lögbönnin í dag.
Hæstiréttur Íslands staðfesti lögbönnin í dag. mbl.is/Golli

Hæstiréttur staðfesti í dag lögbann sem STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, fór fram á að lagt yrðu við því að netveitufyrirtækin Hringiðan ehf./Vortex Inc. og Símafélagið ehf. veittu viðskiptamönnum sínum aðgang að vefsíðum, svokölluðum skráaskiptasíðum eða torrent-síðum, þar sem hægt er að nálgast höfundarréttarvarið efni án endurgjalds.

Upphaflegir dómar Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum standa óraskaðir og því ljóst að þessi fjarskiptafyrirtæki hafa ekki heimild til þess að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að heimsækja síðurnar deildu.net,deildu.com, iceland.pm, icetracker.org, afghanpirate.com, deildu.eu, thepiratebay.se, thepiratebay.sx og thepiratebay.org.

Lögbannið sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði á fyrirtækin í október árið 2015, að kröfu STEF, stendur því og hefur nú verið staðfest á tveimur dómstigum, þrátt fyrir baráttu fjarskiptafyrirtækjanna, sem hafa ítrekað lýst því yfir að var­huga­vert sé að ætla fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um það hlut­verk að hafa eft­ir­lit með notk­un viðskipta­vina eða bera ábyrgð á hvaða efni sótt er.

Dómur í máli Hringiðunnar ehf./Vortex Inc.

Dómur í máli Símafélagsins

Skráaskiptasíðan Deildu er á meðal þeirra vefsíðna sem lögbannið nær …
Skráaskiptasíðan Deildu er á meðal þeirra vefsíðna sem lögbannið nær til. Skjáskot af Deildu.net
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert