Hafna vinnupíningu sem svari við vandamálum

Efling tekur undir með ÖBÍ um að stjórnvöld eigi frekar …
Efling tekur undir með ÖBÍ um að stjórnvöld eigi frekar að efla núverandi kerfi. mbl.is/Hari

Stjórn Eflingar – stéttarfélags tekur undir með Öryrkjabandalaginu (ÖBÍ) að stjórnvöldum beri að efla núverandi kerfi örorkumats í stað þess að „efna til tilraunastarfsemi með líf og kjör öryrkja undir merkjum svokallaðs starfsgetumats“ sem sagt er hafa gefist afar illa í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var einróma á stjórnarfundi í dag.

Að fundi loknum sagðist Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fagna því gríðarlega að vaxandi samstaða væri að myndast á milli stéttarfélaga og Öryrkjabandalagsins.

„Samstaða gegn niðurlægjandi tilraunaverkefnum á borð við starfsgetumat er hluti af því. Ég hafna því að vinnupíning sé nýtt sem svar við vandamálum fólks og ég tek undir með ÖBÍ að það á frekar að styrkja núverandi örorkumatskerfi. Öryrkjar og vinnandi fólk eru bræður og systur í baráttunni. Við munum standa saman þangað til allt fólk á Íslandi getur lifað mannsæmandi lífi,“ sagði Sólveig Anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert