Minjar og rafmagn fóru verst út - „Ómetanlegt og óbætanlegt tjón“

„Mestu sárindin eru minjarnar okkar, það er ómetanlegt og óbætanlegt tjón,“ segir Lárus Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vals, tölvubúnaður og rafmagn varð fyrir einnig illa úti á Hlíðarenda þegar kaldavatnsinntak gaf sig í nótt. Mögulega þarf að fá rafstöð til að fá rafmagn aftur á húsið.

mbl.is var á Hlíðarenda í morgun þegar slökkvilið og Valsarar unnu að því að dæla vatni úr kjallara hússins sem er illa leikinn eftir lekann. Í myndskeiðinu er rætt við Lárus en skjöl, málverk, verðlaunagripir og myndasöfn voru á meðal minjanna sem Lárus vísar til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert