Þarf að huga að auðlindagjaldi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur miklar líkur á að fjárfestingar erlendra aðila í ferðaþjónustu muni aukast á næstu árum, þar sem áhugi fjárfesta á ferðaþjónustu hafi aukist verulega og líklegt sé að sá áhugi muni ná í auknum mæli til erlendra aðila.

Að hennar mati mun þurfa að huga að því að hvaða marki sé rétt að láta fyrirtæki sem stundi starfsemi sína á landi í almannaeigu greiða fyrir afnotarétt sinn, sérstaklega ef í honum felst að viðkomandi hafi fengið úthlutuð takmörkuð gæði sem ekki standa öllum til boða, en í skoðun er hvernig haga eigi reglum um kaup erlendra aðila á landi.

Þetta kom fram í sérstakri umræðu um erlendar fjárfestingar í ferðaþjónustu, sem tekin var fyrir að beiðni Ara Trausta Guðmundssonar, þingmanns Vinstri grænna.

Benti Ari Trausti á í upphafsræðu sinni að erlendar fjárfestingar í ferðaþjónustu hefðu ekki verið mikið ræddar og að fyrirspurn sín vekti því athygli á að enn skorti opinbera grunnstefnu í ferðamálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert