Tveir gefa kost á sér til formanns BSRB

Kosið verður um nýjan formann á 45. þingi BSRB á …
Kosið verður um nýjan formann á 45. þingi BSRB á morgun.

Tveir hafa lýst yfir framboði til embættis formanns BSRB, en kosið verður til embættisins á þingi BSRB morgun. Elín Björg Jónsdóttir, fráfarandi formaður BSRB, tilkynnti í byrjun sumars að hún muni ekki gefa kost á sér áfram. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, og Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi á Kleppi, hafa bæði lýst því yfir að þau gefi kost á sér til að gegna embættinu. Hægt er að gefa kost á sér fram að kosningu.

Kosið verður um nýjan formann BSRB á 45. þingi bandalagsins, sem fer fram á Hilton hótel Nordica, föstudaginn 19. október klukkan 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert