8 mánuðir fyrir kannabisræktun

mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit.

Krafist var upptöku á kannabisplöntunum og ýmsum búnaði sem notaður hafði verið við ræktunina, þar á meðal 21 hitalampa, 18 viftum og 13 spennubreytum.

Mennirnir játuðu brot sín skýlaust og var það metið við ákvörðun refsingar.

Þeim var jafnframt gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns og annan sakarkostnað, samtals tæplega 700 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert