Brunatrygging lausafjár gegn náttúruhamförum

Sviðsmyndir gera ráð fyrir öskufalli og jökulhlaupi til austurs eða …
Sviðsmyndir gera ráð fyrir öskufalli og jökulhlaupi til austurs eða vesturs komi til Kötlugoss. Hér er horft til vesturs yfir Mýrdalsjökul. mbl.is/RAX

Mikilvægt er að fólk sé með lausafé brunatryggt vilji það fá bætt tjón á innbúi og lausafé vegna náttúruhamfara.

Sömuleiðis þurfa bændur að vera með landbúnaðartryggingar sem innifela brunatryggingu til að fá bætur úr náttúruhamfaratryggingu vegna tjóns á t.d. búfé, vélum og fóðri vegna náttúruhamfara.

Þetta kom fram í erindi Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ), á Kötluráðstefnu í Vík í Mýrdal 12. október. Skylda er að vátryggja fasteignir og er iðgjaldi til NTÍ innheimt samhliða brunatryggingariðgjaldinu. Einnig er skyldutrygging á opinberum mannvirkjum svo sem veitumannvirkjum, hafnarmannvirkjum, brúm lengri en 50 metra, raforkuvirkjum og síma- og fjarskiptamannvirkjum sem eru í meirihlutaeigu hins opinbera. Þessi mannvirki eru því tryggð gegn mögulegu tjóni vegna náttúruhamfara. Hulda Ragnheiður sagði að um 70% landsmanna tryggðu lausafé sitt sem þýddi að um 30% væru ekki með lausafé sitt og innbú brunatryggt. Þeir fengju því ekki bætur yrði tjón á lausafénu í náttúruhamförum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert