Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

mbl.is/Eggert

Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum.

Maðurinn kom til landsins í fyrradag og var í kjölfarið handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum og vistaður á lögreglustöð.

Maðurinn kvaðst hafa hitt karlmann í teiti sem hefði tjáð sér að hann starfaði hjá fyrirtæki sem gæti útvegað honum afslátt á flugmiðum. Segist farbannsmaðurinn hafa bókað miða í gegnum þann mann að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem er með málið til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert