Leikur sér að bragðlaukum Norðmanna

Atli Már Yngvason hefur náð að skapa sér nafn í …
Atli Már Yngvason hefur náð að skapa sér nafn í norska veitingageiranum. Ljósmynd/Anne Valeur

Kokkurinn Atli Már Yngvason opnaði nýverið veitingastaðinn Kötlu í Ósló og hefur hlotið einróma lof matargagnrýnenda.

Þetta er annar veitingastaðurinn sem Atli opnar í Noregi á stuttum tíma en hann var áður með veitingastaðinn Pjoltergeist sem var opnaður árið 2013. Hann lokaði Pjoltergeist 2. júní síðastliðinn til að undirbúa opnun á Kötlu en norski matargagnrýnandinn Anders Husa ritar að Pjoltergeist hafi verið besti óformlegi veitingastaðurinn í Noregi og Katla sé endurkoma Atla. „Loksins, Atli er byrjaður að gera aftur það sem hann gerir best – elda virkilega góðan mat,“ segir í gagnrýni Husa.

„Við opnuðum núna 28. ágúst og það er búið að vera opið í tvo mánuði og troðfullt á hverjum degi,“ segir Atli um opnun Kötlu í samtali við Morgunblaðið. Katla er á Universitetsgötu í miðbæ Óslóar, „í svona þriggja mínútna fjarlægð frá konungshöllinni“, segir Atli.

Sjá viðtal við Atla Má í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert