Aldrei haft samband við þá sem gerðu tilboð

Kostnaður­ við braggann hefur farið 245 millj­ón­ir fram úr upp­haf­legri ...
Kostnaður­ við braggann hefur farið 245 millj­ón­ir fram úr upp­haf­legri kostnaðaráætl­un. mbl.is/Árni Sæberg

Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir aldrei hafa verið haft samband við sig af hálfu borgarinnar, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn hugmynd og tilboði.

Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sagði hins vegar í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun að þeir aðilar sem skiluðu inn hugmyndum hafi ekki treyst sér í samstarf við Reykjavíkurborg. Hann fór ekki nánar út í það en sagði að svo hefði verið tekin ákvörðun um að fara í samstarf við Háskólann í Reykjavík.

Annar aðilinn sem sendi inn tilboð segir í samtali við mbl.is að hann hafi orðið mjög hissa þegar hann heyrði þessi ummæli Hrólfs. Enda hafi ekkert samband verið haft við hann og honum ekki tilkynnt að tilboðinu hefði verið hafnað. 

Það næsta sem hann frétti af málinu var þegar hann sá í fjölmiðlum árið 2015 að Reykjavíkurborg hefði farið í samstarf við Háskólann í Reykjavík um verkefnið; að útbúa félagsaðstöðu og veitingasölu sem yrði á vegum stúdenta við HR og frumkvöðlasetur með aðstöðu fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki.

Auglýsing Reykjavíkurborgar frá árinu 2014.
Auglýsing Reykjavíkurborgar frá árinu 2014.

Hugmynd hans og viðskiptafélaga var að vera með kaffihús í bragganum og hafa aðstöðu fyrir stærri viðburði í stóra salnum. Hann segist ekki skilja af hverju því sé haldið fram að hann hafi ekki treyst sér í samstarf með borginni. Hann hafi vel treyst sér í það og verið tilbúinn að koma að kostnaði við endurgerð á Bragganum. 

Þá telur hann að sín hugmynd hefði orðið mun ódýrari í framkvæmd. Hún hafi ekki falið í sér að grafa hefði þurft allt svæðið og rándýrum stráum komið fyrir.

Hann segir málið lykta eins og það hafi verið búið ákveða að láta annan aðila fá verkið og að auglýsing eftir hugmyndum hafi aðeins verið sýndarmennska.

Kostnaður­ við braggann hefur farið 245 millj­ón­ir fram úr upp­haf­legri kostnaðaráætl­un. Heild­ar­stærð hús­anna þriggja; bragg­ans, náðhúss­ins svokallaða og skemm­unn­ar, er 450 fer­metr­ar. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar myndu kosta um 250 til 330 þúsund krón­ur á fer­metra en miðað við stöðuna í dag er kostnaður við hvern fer­metra 898 þúsund krón­ur.

All­ar fram­kvæmd­ir við bragg­ann hafa verið stöðvaðar á meðan rannsókn innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fer fram, en mik­il vinna er eft­ir í viðbygg­ing­unni, þar sem til stend­ur að opna frum­kvöðlaset­ur. Ekki er víst hvenær rann­sókninni lýkur, en borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans hafa lagt áherslu á að rann­sókn­in verði unn­in eins hratt og ör­ugg­lega og hægt er.

mbl.is

Innlent »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

Í gær, 18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

Í gær, 18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

Í gær, 18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

Í gær, 17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

Í gær, 17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

Í gær, 17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

Í gær, 17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

Í gær, 16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

Í gær, 16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....