Aldrei haft samband við þá sem gerðu tilboð

Kostnaður­ við braggann hefur farið 245 millj­ón­ir fram úr upp­haf­legri ...
Kostnaður­ við braggann hefur farið 245 millj­ón­ir fram úr upp­haf­legri kostnaðaráætl­un. mbl.is/Árni Sæberg

Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir aldrei hafa verið haft samband við sig af hálfu borgarinnar, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn hugmynd og tilboði.

Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, sagði hins vegar í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun að þeir aðilar sem skiluðu inn hugmyndum hafi ekki treyst sér í samstarf við Reykjavíkurborg. Hann fór ekki nánar út í það en sagði að svo hefði verið tekin ákvörðun um að fara í samstarf við Háskólann í Reykjavík.

Annar aðilinn sem sendi inn tilboð segir í samtali við mbl.is að hann hafi orðið mjög hissa þegar hann heyrði þessi ummæli Hrólfs. Enda hafi ekkert samband verið haft við hann og honum ekki tilkynnt að tilboðinu hefði verið hafnað. 

Það næsta sem hann frétti af málinu var þegar hann sá í fjölmiðlum árið 2015 að Reykjavíkurborg hefði farið í samstarf við Háskólann í Reykjavík um verkefnið; að útbúa félagsaðstöðu og veitingasölu sem yrði á vegum stúdenta við HR og frumkvöðlasetur með aðstöðu fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki.

Auglýsing Reykjavíkurborgar frá árinu 2014.
Auglýsing Reykjavíkurborgar frá árinu 2014.

Hugmynd hans og viðskiptafélaga var að vera með kaffihús í bragganum og hafa aðstöðu fyrir stærri viðburði í stóra salnum. Hann segist ekki skilja af hverju því sé haldið fram að hann hafi ekki treyst sér í samstarf með borginni. Hann hafi vel treyst sér í það og verið tilbúinn að koma að kostnaði við endurgerð á Bragganum. 

Þá telur hann að sín hugmynd hefði orðið mun ódýrari í framkvæmd. Hún hafi ekki falið í sér að grafa hefði þurft allt svæðið og rándýrum stráum komið fyrir.

Hann segir málið lykta eins og það hafi verið búið ákveða að láta annan aðila fá verkið og að auglýsing eftir hugmyndum hafi aðeins verið sýndarmennska.

Kostnaður­ við braggann hefur farið 245 millj­ón­ir fram úr upp­haf­legri kostnaðaráætl­un. Heild­ar­stærð hús­anna þriggja; bragg­ans, náðhúss­ins svokallaða og skemm­unn­ar, er 450 fer­metr­ar. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar myndu kosta um 250 til 330 þúsund krón­ur á fer­metra en miðað við stöðuna í dag er kostnaður við hvern fer­metra 898 þúsund krón­ur.

All­ar fram­kvæmd­ir við bragg­ann hafa verið stöðvaðar á meðan rannsókn innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fer fram, en mik­il vinna er eft­ir í viðbygg­ing­unni, þar sem til stend­ur að opna frum­kvöðlaset­ur. Ekki er víst hvenær rann­sókninni lýkur, en borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans hafa lagt áherslu á að rann­sókn­in verði unn­in eins hratt og ör­ugg­lega og hægt er.

mbl.is

Innlent »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »

SA samþykkti með 98% atkvæða

13:31 Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Meira »

Hitinn mældist 18,7 gráður í Öræfum

12:59 Hiti hefur ekki farið niður fyrir frostmark neins staðar á landinu í dag, en það sem vekur athygli er að 18,4 gráðu munur er á mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í dag. Meira »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »

Vinnan við samningana rétt að byrja

11:58 „Ég er náttúrulega mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en þeir voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Meira »