Skólarnir breyti samfélagi

Því miður veitum við góðu starfi í skólum landsins kannski …
Því miður veitum við góðu starfi í skólum landsins kannski ekki næga athygli. Það er sérlega umhugsunarvert, segir Ragnar Þór Pétursson, sem tók við sem formaður Kennarasamband Íslands fyrr á þessu ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Líklegt er að á næstu áratugum verði viðamiklar breytingar á íslensku skólakerfi þar sem hefðbundin mörk skólastiga breytast eða mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir að ræða þurfi lengingu skólaskyldu.

Ástæðan er áskoranir sem mæta ungu fólki sem heldur út í lífið og þörf þess fyrir sterkari bakgrunn og meiri þekkingu en áður dugði. Sumar nágrannaþjóðir okkar hafa þegar stigið skref í þessa átt vegna þess hve litla möguleika ungt fólk á sem heldur út á vinnumarkað með takmarkaða eða litla menntun. Til að svona breytingar séu raunhæfar í íslensku samfélagi telur Ragnar að stórefla þurfi list-, verk- og iðnnám en íslenskt skólakerfi hefur í dag skaðlega slagsíðu í átt til bóknáms.

„Íslenska skólakerfið hefur einkennst af jöfnuði. Nemendur hafa almennt haft svipuð tækifæri til að mennta sig, sama hvert bakland þeirra er. Þá stöðu þurfum við að verja en því miður bendir ýmislegt til þess að þetta kunni að vera að breytast. Alþjóðlega eykst hætta á mismunun ef verkefnum í skólum er útvistað eða þeir einkavæddir,“ segir Ragnar Þór.

Sjá viðtal við Ragnar Þór um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert