Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Sigvaldi kveður útvarpið eftir að hafa spilað harðkjarnarokk fyrir Íslendinga …
Sigvaldi kveður útvarpið eftir að hafa spilað harðkjarnarokk fyrir Íslendinga í meira en 16 ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn.

Þáttastjórnandinn Sigvaldi Ástríðarson, betur þekktur sem Valli Dordingull, segir aðspurður að auðvitað séu hlustendur ekkert sérlega sáttir við þessa breytingu.

„Ég er að sjálfsögðu heldur ekki sáttur við þetta en ég ræð litlu um ytri breytingar, kannski er þetta gott, kannski er þetta tákn um nýja tíma, kannski er þetta tákn um að útvarpið er ekki marktækt lengur,“ segir Valli. „Mér finnst leiðinlegt að þungt rokk hverfi úr útvarpinu. Það má líka ekki gleyma því að stærsti útflutningur okkar á tónlist síðustu ár hefur verið íslenskar þungarokkssveitir. Sólstafir eru þessa dagana að túra um Bandaríkin með stóru þungarokksbandi sem heitir Paradise Lost. Sólstafir eru örugglega mest spilandi íslenska rokksveitin fyrr og síðar. Svo er Svarti dauði að fá brjálaðar umsagnir og er að spila úti um allt,“ segir Valli og bætir við að þátturinn sé klukkutími á viku og að fólk mögulega átti sig ekki á því að það er markaður fyrir harðkjarnarokk á Íslandi.

Sjá viðtal við Sigvalda í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: