Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Úr kvikmyndinni Veldi tilfinninganna, sem þótti of dónaleg til sýningar ...
Úr kvikmyndinni Veldi tilfinninganna, sem þótti of dónaleg til sýningar á Íslandi. Ljósmynd/IMDB

Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem kemur út í næstu viku, en þar fjallar hún sérstaklega um tímabilið á milli 1960 og 1980.

„Ég þekki engar íslenskar klámmyndir frá þessum tíma og framleiðsla á bersöglu efni á Íslandi fór nánast eingöngu fram í formi tímarita og lítilla vasabrotsbóka, svokallaðra ‚sjoppurita‘ sem tóku sitt efni upp úr erlendum blöðum,“ segir Kristín Svava.

Ekki rétt að allt hafi mátt á Norðurlöndunum

„Í bókinni set ég þetta meðal annars í norrænt samhengi og það er mjög áhugavert að sjá hvað Norðurlöndin voru ólík. Í Danmörku og Svíþjóð varð til öflugur kynlífs- og klámiðnaður og klám var lögleitt í báðum löndum. Stundum er talað um Norðurlöndin sem svæði þar sem ekkert var bannað, en Ísland var líkara Noregi og Finnlandi þar sem dreifing á klámi var ekki leyfð á þessum tíma.“

Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins: Klám á Íslandi ...
Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. mbl.is/Golli

Bókin er fyrsta fræðilega verkið sem gefið hefur verið út um sögu kláms á Íslandi og segir Kristín Svava það svo sem ekkert skrýtið þar sem það sé rosalega margt í Íslandssögunni sem eigi eftir að rannsaka og að þetta sé bara eitt viðfangsefni af mörgum. Stund klámsins er byggð á meistararitgerð Kristínar Svövu í sagnfræði, en henni þykir viðfangsefnið ekki síst áhugavert í ljósi þess hve fjölbreytt það er.

Breið og menningarleg nálgun á sögu klámsins

„Nálgunin sem ég tek er breið og menningarsöguleg og tengist alls konar sviðum eins og sögu ritskoðunar, sögu ríkisins, bókmenntasögu, kvikmyndasögu, prentsögu og svo náttúrulega sögu kynlífs, kynja og kynhneigða,“ segir Kristín Svava.

„Aðalkaflarnir eru þrír og í fyrsta lagi er ég að skoða hvernig klám var skilgreint fyrir dómstólum. Í öðru lagi skoða ég hvernig var talað um sænsku kvikmyndina Táknmál ástarinnar sem var sýnd hér á landi 1970 og í þriðja lagi fjalla ég um umræðuna um japanska kvikmynd sem heitir Veldi tilfinninganna. Það átti að sýna hana á Íslandi 1978 en það var hætt við það vegna þess að hún þótti of dónaleg.“

Afbrigðilegar hneigðir frekar metnar klámfengnar

Kristín Svava segir kaflann um dómstólana ekki síst áhugaverðan. „Þegar horft er til þess hvað þótti refsiverð dreifing á klámi þá skipti miklu máli að fólk hefði grætt á henni. Svo skoða ég líka hvað það var í efninu sjálfu sem gerði það að verkum að dómstólar mátu það klámfengið. Þar komst ég að því að ef efnið fjallaði um eitthvað sem þykir óeðlilegt eða sýndi afbrigðilegar hneigðir, þá þótti það klámfengnara en annað, en jafnframt ef það sýndi ofbeldi.“

Í bókinni rekur Kristín Svava, að eigin sögn, einnig það sem fræðimenn hafa ritað um sögu klámsins fram að miðri 20. öld, sem og þróunina eftir 1980.

Útgáfuhóf vegna bókarinnar verður haldið í Bókabúð Forlagsins fimmtudaginn 25. október kl. 17:00, en þar verður útgáfu bókarinnar Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands eftir Axel Kristinsson einnig fagnað og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, vera sérstakur heiðursgestur og ávarpa gesti. Í hádeginu sama dag flytur Kristín Svava fyrirlestur á vegum MARK í Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »
Sumarhús - gestahús - breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Nissan Micra árg.2005
Nissan Micra árg.2005. Beinskiptur. Aðeins ekinn 70.000. Frábær smábíll. Uppl.í...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...