Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Úr kvikmyndinni Veldi tilfinninganna, sem þótti of dónaleg til sýningar ...
Úr kvikmyndinni Veldi tilfinninganna, sem þótti of dónaleg til sýningar á Íslandi. Ljósmynd/IMDB

Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar sem kemur út í næstu viku, en þar fjallar hún sérstaklega um tímabilið á milli 1960 og 1980.

„Ég þekki engar íslenskar klámmyndir frá þessum tíma og framleiðsla á bersöglu efni á Íslandi fór nánast eingöngu fram í formi tímarita og lítilla vasabrotsbóka, svokallaðra ‚sjoppurita‘ sem tóku sitt efni upp úr erlendum blöðum,“ segir Kristín Svava.

Ekki rétt að allt hafi mátt á Norðurlöndunum

„Í bókinni set ég þetta meðal annars í norrænt samhengi og það er mjög áhugavert að sjá hvað Norðurlöndin voru ólík. Í Danmörku og Svíþjóð varð til öflugur kynlífs- og klámiðnaður og klám var lögleitt í báðum löndum. Stundum er talað um Norðurlöndin sem svæði þar sem ekkert var bannað, en Ísland var líkara Noregi og Finnlandi þar sem dreifing á klámi var ekki leyfð á þessum tíma.“

Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins: Klám á Íslandi ...
Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. mbl.is/Golli

Bókin er fyrsta fræðilega verkið sem gefið hefur verið út um sögu kláms á Íslandi og segir Kristín Svava það svo sem ekkert skrýtið þar sem það sé rosalega margt í Íslandssögunni sem eigi eftir að rannsaka og að þetta sé bara eitt viðfangsefni af mörgum. Stund klámsins er byggð á meistararitgerð Kristínar Svövu í sagnfræði, en henni þykir viðfangsefnið ekki síst áhugavert í ljósi þess hve fjölbreytt það er.

Breið og menningarleg nálgun á sögu klámsins

„Nálgunin sem ég tek er breið og menningarsöguleg og tengist alls konar sviðum eins og sögu ritskoðunar, sögu ríkisins, bókmenntasögu, kvikmyndasögu, prentsögu og svo náttúrulega sögu kynlífs, kynja og kynhneigða,“ segir Kristín Svava.

„Aðalkaflarnir eru þrír og í fyrsta lagi er ég að skoða hvernig klám var skilgreint fyrir dómstólum. Í öðru lagi skoða ég hvernig var talað um sænsku kvikmyndina Táknmál ástarinnar sem var sýnd hér á landi 1970 og í þriðja lagi fjalla ég um umræðuna um japanska kvikmynd sem heitir Veldi tilfinninganna. Það átti að sýna hana á Íslandi 1978 en það var hætt við það vegna þess að hún þótti of dónaleg.“

Afbrigðilegar hneigðir frekar metnar klámfengnar

Kristín Svava segir kaflann um dómstólana ekki síst áhugaverðan. „Þegar horft er til þess hvað þótti refsiverð dreifing á klámi þá skipti miklu máli að fólk hefði grætt á henni. Svo skoða ég líka hvað það var í efninu sjálfu sem gerði það að verkum að dómstólar mátu það klámfengið. Þar komst ég að því að ef efnið fjallaði um eitthvað sem þykir óeðlilegt eða sýndi afbrigðilegar hneigðir, þá þótti það klámfengnara en annað, en jafnframt ef það sýndi ofbeldi.“

Í bókinni rekur Kristín Svava, að eigin sögn, einnig það sem fræðimenn hafa ritað um sögu klámsins fram að miðri 20. öld, sem og þróunina eftir 1980.

Útgáfuhóf vegna bókarinnar verður haldið í Bókabúð Forlagsins fimmtudaginn 25. október kl. 17:00, en þar verður útgáfu bókarinnar Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu Íslands eftir Axel Kristinsson einnig fagnað og mun forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, vera sérstakur heiðursgestur og ávarpa gesti. Í hádeginu sama dag flytur Kristín Svava fyrirlestur á vegum MARK í Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Bókaveizla
Bókaveizla Hjá Þorvaldi í Kólaportinu 30% afsláttur af bókum í janúar Opið lauga...
Baðtæki til sölu
Til sölu nýleg baðtæki, lítið notuð. Baðskápur með handlaug og blöndunartæki 10....
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...