Skeytingarleysi er ekki valkostur

María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti. Stuðningurinn þarf sömuleiðis og alltaf að miðast við aðstæður hvers og eins og horfa verður til langs tíma, því það tekur fólk mislangan tíma að komast á beina braut,“ segir María Rúnarsdóttir, formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.

Alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt var síðastliðinn miðvikudag, 17. október, og af því tilefni vakti félagið athygli á skeytingarleysi stjórnvalda í garð fólks og hópa sem búa við fátækt og eru jaðarsettir í íslensku samfélagi. Efnt var til hlaups og seinna til upplestrar þar sem skeytingarleysi var inntaksorðið og boðskapur.

Starf félagsráðgjafa er margþætt en meðal verkefna þeirra sem starfa hjá félagsþjónustu sveitarfélaga er stuðningur við efnalítið fólk. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögunum, til að mynda Reykjavíkurborg, að tryggja fólki lágmarksframfærslu og annað eftir atvikum, svo sem húsnæði.

„Við þekkjum vel hvar skórinn kreppir, hverjir eru í mestri hættu að festast í fátæktargildru sem oft leiðir af sér að fólk dettur úr virkri þátttöku í samfélaginu. Það er hlutverk okkar félagsráðgjafa að koma til móts við þetta fólk og styðja til valdeflingar í eigin lífi. Eitt af því er að sjónarmið þessa afskipta hóps heyrist og honum gáfum við rödd,“ segir María.

Sjá viðtal við Maríu um þessi mál í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert