Sprengt verður þrisvar á dag

Umfangsmikil jarðvinna verður á næstunni í nágrenni Barnaspítalans.
Umfangsmikil jarðvinna verður á næstunni í nágrenni Barnaspítalans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann.

Sprengingar og brottflutningur efnis er að hefjast þar ásamt lagnaframkvæmdum við gatnamót Laufásvegar og gömlu Hringbrautar. Umfang verksins mun ráða um hvort þrengja þarf um umferð um Laufásveg eða hvort lokun verði milli gömlu Hringbrautar og Barónsstígs. Þetta kemur fram í framkvæmdafréttum Hringbrautarverkefnisins.

Þar er vakin athygli á því að þessi aðgerð er mjög umfangsmikil og lagnaskurður mjög djúpur. Verktaki mun girða svæðið vel af. Sprengivinna er að hefjast og leyfilegt verður að sprengja þrisvar sinnum yfir daginn, kl. 11.00, 14.30 og 17.30.

Vatnsmýrarvegur við Hringbraut hefur verið lokaður í þrjár vikur vegna lagnavinnu. Fyrirhuguð opnun er um helgina, 20.-21. október.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert