Stjórn­völd í herferð gegn lág­launa­fólki

Þétt var setið á fundi Eflingar og Öryrkjabandalagsins í dag.
Þétt var setið á fundi Eflingar og Öryrkjabandalagsins í dag. mbl.is/​Hari

Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem var rætt á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina „Skattbyrði og skerðingar“ og var afkoma lágtekjufólks á Íslandi einkum til umræðu.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fjallaði um þróun skattbyrði á lágtekjuhópa í framsögu sinni og sýndi m.a. fram á tilfærslu á fjármagnstekjuskatti frá hálaunahópum og yfir á lágtekjuhópa. Hann sagði brýnt að lögð væri áhersla á kjarabætur sem nýtast öllu lágtekjufólki.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar.
Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Öryrkjar búi við skert tækifæri

Stefán benti á að láglaunafólk næði oft naumlega endum saman með því að starfa í tveimur til þremur störfum. Það væri hins vegar almennt ekki möguleiki fyrir örorkulífeyrisþega sem byggju við skerta vinnugetu og skert tækifæri í þjóðfélaginu. Nauðsynlegt væri að taka mið af því við ákvörðun skattbyrðar á þessa hópa.

Hann gagnrýndi jafnframt að hámarks óskertur lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins væri tengdur við lágmarkslaun. Frekar ætti að viðurkenna skerta stöðu öryrkja og búa til nýtt viðmið með því að hugsa um lágmarksafkomu öryrkja með hliðsjón af meðallaunum verkafólks.

Þá væri hægt að taka mið af norska kerfinu þar sem öryrkjar geta unnið án þess að þurfa að lúta skerðingu á lífeyri vegna þessa.

Til þess að bregðast við sagði Stefán að það þyrfti einkum að krefja stjórnvöld um breytt skatta- og bótakerfi, helst vegna mikilla hækkana til hærri tekjuhópa í opinbera geiranum á síðustu árum. Sameinast þurfi um að snúa við því sem Stefán nefnir „herferð stjórnvalda gegn láglaunafólki“. Ef ekkert verði að gert þurfi stéttarfélög og verkalýðshreyfingin að krefjast kauphækkana í starfi af meiri þunga en ella. 

Mikil tækifæri til að breyta skattkerfinu

Eftir framsögu Stefáns voru pallborðsumræður þar sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Bergþór Heimir Þórðarson, öryrki og dyravörður, tóku þátt í.  

Þar sagðist Sólveg vera sjokkeruð á firringu yfirstéttarinnar gagnvart kröfugerðum undanfarinna vikna og að það gæfi henni ekki mikla von inn í kjarabaráttu vetrarins. Þá sagði hún að það væru mikil tækifæri til þess að breyta skattkerfinu þannig að það væri réttlátt fyrir láglaunahópa. 

Þuríður tók undir með Sólveigu og benti á að öryrkjar næðu þá flestir ekki einu sinni 300.000 króna lágmarkslífeyri á mánuði, þar sem aðeins 29% öryrkja væru með framfærsluuppbót vegna eigin húsnæðis eða þinglýsts leigusamnings. 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður ...
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Bergþór Heimir Þórðarson, öryrki og dyravörður, sátu fyrir svörum í pallborðsumræðum á fundinum. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: ...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
ANDLITSBAÐ Á KR.7500 TIL JÓLA
Gefðu andliti þinu næringu í roki og rigningu kulda eða öðru sem á því mæðir. ...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...