Stjórn­völd í herferð gegn lág­launa­fólki

Þétt var setið á fundi Eflingar og Öryrkjabandalagsins í dag.
Þétt var setið á fundi Eflingar og Öryrkjabandalagsins í dag. mbl.is/​Hari

Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem var rætt á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina „Skattbyrði og skerðingar“ og var afkoma lágtekjufólks á Íslandi einkum til umræðu.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fjallaði um þróun skattbyrði á lágtekjuhópa í framsögu sinni og sýndi m.a. fram á tilfærslu á fjármagnstekjuskatti frá hálaunahópum og yfir á lágtekjuhópa. Hann sagði brýnt að lögð væri áhersla á kjarabætur sem nýtast öllu lágtekjufólki.

Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar.
Stefán Ólafsson, sérfræðingur Eflingar. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Öryrkjar búi við skert tækifæri

Stefán benti á að láglaunafólk næði oft naumlega endum saman með því að starfa í tveimur til þremur störfum. Það væri hins vegar almennt ekki möguleiki fyrir örorkulífeyrisþega sem byggju við skerta vinnugetu og skert tækifæri í þjóðfélaginu. Nauðsynlegt væri að taka mið af því við ákvörðun skattbyrðar á þessa hópa.

Hann gagnrýndi jafnframt að hámarks óskertur lífeyrir Tryggingastofnunar ríkisins væri tengdur við lágmarkslaun. Frekar ætti að viðurkenna skerta stöðu öryrkja og búa til nýtt viðmið með því að hugsa um lágmarksafkomu öryrkja með hliðsjón af meðallaunum verkafólks.

Þá væri hægt að taka mið af norska kerfinu þar sem öryrkjar geta unnið án þess að þurfa að lúta skerðingu á lífeyri vegna þessa.

Til þess að bregðast við sagði Stefán að það þyrfti einkum að krefja stjórnvöld um breytt skatta- og bótakerfi, helst vegna mikilla hækkana til hærri tekjuhópa í opinbera geiranum á síðustu árum. Sameinast þurfi um að snúa við því sem Stefán nefnir „herferð stjórnvalda gegn láglaunafólki“. Ef ekkert verði að gert þurfi stéttarfélög og verkalýðshreyfingin að krefjast kauphækkana í starfi af meiri þunga en ella. 

Mikil tækifæri til að breyta skattkerfinu

Eftir framsögu Stefáns voru pallborðsumræður þar sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Bergþór Heimir Þórðarson, öryrki og dyravörður, tóku þátt í.  

Þar sagðist Sólveg vera sjokkeruð á firringu yfirstéttarinnar gagnvart kröfugerðum undanfarinna vikna og að það gæfi henni ekki mikla von inn í kjarabaráttu vetrarins. Þá sagði hún að það væru mikil tækifæri til þess að breyta skattkerfinu þannig að það væri réttlátt fyrir láglaunahópa. 

Þuríður tók undir með Sólveigu og benti á að öryrkjar næðu þá flestir ekki einu sinni 300.000 króna lágmarkslífeyri á mánuði, þar sem aðeins 29% öryrkja væru með framfærsluuppbót vegna eigin húsnæðis eða þinglýsts leigusamnings. 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður ...
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Bergþór Heimir Þórðarson, öryrki og dyravörður, sátu fyrir svörum í pallborðsumræðum á fundinum. mbl.is/​Hari
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...