Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

Braggi hefur verið seldur í Kristjánsbakaríi um áratugaskeið en nýtur …
Braggi hefur verið seldur í Kristjánsbakaríi um áratugaskeið en nýtur mikilla vinsælda nú. Uppgerða útgáfan er með sænskum stráum.

„Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri.

Í kjölfar mikillar umfjöllunar um braggamálið í Nauthólsvík hefur áhugi á hinni sígildu súkkulaðiköku Bragga aukist til muna og í gær bættu Viktor og félagar hans um betur þegar „Uppgerður Braggi“ var settur í sölu. Sá er skreyttur með gluggum og stráum – rétt eins og sá umdeildi. Framleiðslukostnaður var undir áætlun, að sögn Viktors.

„Það liggur svo vel við að gera grín að þessu,“ segir Viktor í Morgunblaðinu í dag. „Þessu hefur verið vel tekið. Verslunarstjórar hafa líka verið að taka þátt í gríninu og setja upp skilti til að auglýsa braggana og fjölmargir vinnustaðir pöntuðu uppgerðan bragga til að hafa í kaffinu á föstudegi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert