Veittu ökuníðingi eftirför

mbl.is/Arnþór Birkisson

Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Ökuníðingurinn reyndist vera í mjög annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa.

Þá var ekið á staur í Vesturbænum í Reykjavík um níuleytið í gærkvöldi. Ökumaðurinn var einn í bílnum, en hann meiddist ekki. Hann er grunaður um að aka bifreiðinni undir áhrifum vímuefna.

Lögregla hafði afskipti af nokkrum ökumönnum til viðbótar vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert