Ekki í Framsókn og föðursystir ekki böðull

Kamilla Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir. Eggert Jóhannesson

Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Vinur minn hélt að Grensás væri Hlemmur alveg til 12 ára því hann bjó í úthverfi og skipti alltaf um strætó á Grensási eins og mörg úthverfabörn og fannst það því hljóta að vera aðalstrætóstoppistöðin. Á stúfunum komst blaðamaður að því að margir luma á svona sögum, af einhverju sem þeir voru fullvissir um, sem börn og fullorðnir, vandræðalega lengi oft. Og P.s. Undirrituð lærði allt of fullorðin að Katar er land. Ekki bílategund.

Föðursystir ekki böðull

Ég hélt vandræðalega lengi, fram eftir öllum aldri að djákni og böðull væru sama, hvað á maður að segja, starfið,“ segir Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður. „Ég hef sennilega eitthvað bara verið að rugla út af Djáknanum á Myrká eða eitthvað slíkt. En alla vega, þá lenti ég svo í því eitt árið í jólaboði að systir pabba var nýskilin við manninn sinn og ég var svona eitthvað að spyrja hana út í hvernig hún væri að takast á við það og hún svaraði mér, alveg grafalvarleg, að hún væri á leiðinni í Háskólann til að læra að verða djákni og ég alveg hneig niður af hlátri. Mér fannst þetta svo óborganlega svartur húmor hjá þessari kærleiksríku og góðu föðursystur minni og dáðist svo að henni að segja mér svona svipbrigðalaust frá þessu. 

Svo gekk ég um allan bæ og sagði fólki þessa að mér fannst ógeðslega fyndnu sögu. Ég fékk samt yfirleitt litlar undirtektir, en ég skrifaði það að sjálfsögðu bara á húmorsleysi hlustenda. Svo í einhverri fermingarveislu nokkru síðar fer þessi sama frænka svo að segja frá því að hún sé farin að vinna á leikskóla og þar komi þetta djáknanám hennar að góðum notum og þá verð ég að viðurkenna að það fóru að renna á mig tvær grímur, því að þó að ég fíli svartan húmor finnst mér það ekkert rosa fyndið að fara að grínast með einhverjar barnaaftökur, það er svona smá yfir strikið. Svo ég fór að gúgla betur. Það kemur í ljós að það er engum kennt að afhausa neinn í djáknanáminu í Háskóla Íslands og ég er með endalausan móral eftir að hafa gert svona grín að námsvali elsku frænku minnar sem hefur alltaf bara viljað láta gott af sér leiða.“

Svanhildur Hólm Valsdóttir.
Svanhildur Hólm Valsdóttir. Kristinn Magnússon

Ertu ekki í Framsókn?

„Ég hélt sem sagt í nærri heilt ár að Páll Valur Björnsson í Bjartri framtíð væri á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var bara eitthvað svo „framsóknarlegur“. Alþingi fylltist á þeim tíma, vorið 2013, af nýjum framsóknarmönnum, mikið til fólki sem maður hafði aldrei séð áður og fólki sem leit misjafnlega mikið út fyrir að vera í Framsókn. Og þarna var þessi gaur sem ég hafði ekki tekið neitt rosalega mikið eftir í þinginu almennt og hafði einhvern veginn bara sett hann í flokk með öllum nýju framsóknarmönnunum. Þangað til það var komið vor 2014 en þá var ég í hliðarsal að spjalla við hann og áttaði mig á því í spjallinu að hann hafði ekki alveg sömu afstöðu til ríkisstjórnarinnar og ég. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú eitthvað skrýtið viðhorf en sagði ekki neitt, fletti honum svo upp. Þetta var svolítið vandræðalegt því við vorum sko í ríkisstjórn með Framsókn. Ég veit. Úff.“

Svanhildur segist mjög slæm með andlit fólks almennt og taka mun betur eftir mörgu öðru, hún geti þess vegna munað hvenær allir þingmenn eigi afmæli og sé stundum glögg á andlit þegar það skipti engu máli. „Ég get alveg verið handviss á andlit og nöfn B-leikara úr amerískum þáttum sem enginn hefur séð. Fólki sem ég sé hins vegar jafnvel reglulega get ég átt erfitt með að átta mig á. Ég er þess vegna mikill fylgismaður þess að nota nafnspjöld.“ Svanhildur segist löngu hætt að reyna að kjafta sig út hinum og þessum aðstæðum þar sem ómanngleggni hennar sé til vansa. „Þetta er svipað og að vera litblindur. Það eina sem bjargar mér frá fullkominni örvæntingu yfir því hvað ég er mikið úti að aka er hvað ég er mikið úti að aka.“

Kjartan Guðmundsson.
Kjartan Guðmundsson. Kristinn Magnússon

Sá lifandi harðfisk

„Það má segja að það sé ákveðið fiskiþema hjá mér en fyrst er það eigin misskilningur, og ég er nú örugglega ekki einn um að hafa haldið vandræðalega lengi að bjór væri gerður úr humrum en ekki humlum, eða hvað?“ segir Kjartan Guðmundsson fjölmiðlamaður. 

Fyndnasta misskilninginn á samt gamall skólabróðir Kjartans. „Hann hélt því statt og stöðugt fram við okkur skólasystkinin að hann hefði séð lifandi harðfisk. Svo var það annar sem hélt að plokkfiskur væri fisktegund eins og þorskur og ýsa, en hann var einmitt að vinna sem þjónn á sjávarréttaveitingastað.“

Umfjöllunin birtist í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem fleiri segja frá misskilningi sínum og annarra til margra ára.

Innlent »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

05:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Hús íslenskra hjóna brann í Danmörku

Í gær, 22:32 Íslenskum hjónum, sem búsett eru í bænum Skive í Danmörku, bárust daprar fréttir í gær þegar tilkynning barst um að hús þeirra væri alelda. Þau höfðu farið í afmæli, en stuttu eftir að þangað var komið var hringt og þeim sagt að hús þeirra væri alelda. Meira »

„Ekkert verri fyrirmynd en hver annar”

Í gær, 21:10 Leik­ar­inn og grín­ist­inn Steindi Jr. hef­ur verið áber­andi ís­lensku sjón­varpi síðasta ára­tug­inn. Hann á marga ógleym­an­lega karakt­era sem skotið hafa upp koll­in­um hér og þar. Nýj­asta afurðin frá hon­um er bók­in Steindi í or­lofi sem er hans eig­in ferðavís­ir um heim­inn. Ferðabók fyr­ir for­vitið fólk. Steindi sat fyr­ir svör­um í Barna­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. Meira »

Vilja ekki eitt leyfisbréf kennara

Í gær, 20:15 Framhaldsskólakennarar skora á mennta- og menningarmálaráðherra að bjóða fulltrúum félaga leik-, grunn-, og framhaldsskólakennara beina aðild að starfshópi um inntak kennaramenntunar. Vilja þeir meina að hætta sé á að fyrirhugaðar breytingar rýri gildi kennaramenntunar. Meira »

Upplifði póstinn sem hótun

Í gær, 20:07 Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist upplifa sem hótun tölvupóst sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum hjá Orku náttúrunnar, sendi stjórnendum OR. Meira »

Jólasveinamóðirin er í Eyjafjarðarsveit

Í gær, 19:37 „Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að eiga þátt í tilurð þessara jólasveina. Hve góðar viðtökur þeir hafa fengið og vakið gleði hjá mörgum er hluti af minni hamingju,“ segir Sunna Björk Hreiðarsdóttir sem býr í Hrafnagilshverfi í Eyjafirði, skammt sunnan við Akureyri. Meira »

Segir Einar ekki hafa unnið fyrir VR

Í gær, 19:30 Einar Bárðarson hefur ekki verið að vinna að opnum fundum fyrir VR, upplýsir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is. „Ég hitti hann í kringum þetta mál varðandi Orkuveituna, en hann er ekki að vinna í neinum verkefnum fyrir VR,“ segir hann. Meira »

Aftur til 19. aldar

Í gær, 18:50 Heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns forseta í Kaupmannahöfn er verið að endurgera eftir heimildum í tilefni fullveldisafmælis. Heimilið var miðstöð samfélags Íslendinga og verður það opnað 6. desember næstkomandi. Meira »

„Við getum klárað það okkar á milli“

Í gær, 18:04 „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína. Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00.“ Þannig endar tölvupóstur þar sem Einar Bárðarson krefst greiðslu tveggja ára launa til Áslaugar Thelmu Einarsdóttur. Meira »

Kærum vegna byrlunar ólyfjanar fjölgar

Í gær, 16:55 71 kæra hefur borist lögreglu það sem af er þessu ári þar sem einstaklingar telja að sér hafi verið byrluð ólyfjan. Kærunum hefur fjölgað umtalsvert á síðustu ellefu árum, eða úr 16 árið 2007 í 78 í fyrra. Á tíu ára tímabili, frá 2007-2017 hafa alls 434 kærur verið lagðar fram. Meira »

Mun fleiri tilkynningar um vopnaburð

Í gær, 16:52 Lögreglu bárust 174 tilkynningar vegna vopnaðra einstaklinga í fyrra en 83 tilkynningar árið 2016. Það sem af er ári eru tilkynningarnar 157. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Píarata. Meira »

Telur uppsagnarmálunum lokið

Í gær, 16:50 „Ég hef ekki séð neitt annað heldur en það að þessar uppsagnir áttu sér stað af ástæðu. Það er búið að fara yfir það mjög ítarlega, þær eru dæmdar réttmætar í þessari faglegu úttekt,“ segir Helga Jónsdóttir starfandi forstjóri Orkuveitunnar við mbl.is Meira »
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...