Ekki í Framsókn og föðursystir ekki böðull

Kamilla Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir. Eggert Jóhannesson

Þegar Burt Reynolds dó uppgötvaði undirrituð að hann var ekki Tom Selleck. Þar til þá hafði ég haldið að þeir væru einn og sami maðurinn. Um daginn hitti ég mann og þurfti að útskýra fyrir honum að Stefán Hilmarsson og Sigmundur Ernir væru ekki hálfbræður. Hann hafði líka haldið það hálfa ævina. Vinur minn hélt að Grensás væri Hlemmur alveg til 12 ára því hann bjó í úthverfi og skipti alltaf um strætó á Grensási eins og mörg úthverfabörn og fannst það því hljóta að vera aðalstrætóstoppistöðin. Á stúfunum komst blaðamaður að því að margir luma á svona sögum, af einhverju sem þeir voru fullvissir um, sem börn og fullorðnir, vandræðalega lengi oft. Og P.s. Undirrituð lærði allt of fullorðin að Katar er land. Ekki bílategund.

Föðursystir ekki böðull

Ég hélt vandræðalega lengi, fram eftir öllum aldri að djákni og böðull væru sama, hvað á maður að segja, starfið,“ segir Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður. „Ég hef sennilega eitthvað bara verið að rugla út af Djáknanum á Myrká eða eitthvað slíkt. En alla vega, þá lenti ég svo í því eitt árið í jólaboði að systir pabba var nýskilin við manninn sinn og ég var svona eitthvað að spyrja hana út í hvernig hún væri að takast á við það og hún svaraði mér, alveg grafalvarleg, að hún væri á leiðinni í Háskólann til að læra að verða djákni og ég alveg hneig niður af hlátri. Mér fannst þetta svo óborganlega svartur húmor hjá þessari kærleiksríku og góðu föðursystur minni og dáðist svo að henni að segja mér svona svipbrigðalaust frá þessu. 

Svo gekk ég um allan bæ og sagði fólki þessa að mér fannst ógeðslega fyndnu sögu. Ég fékk samt yfirleitt litlar undirtektir, en ég skrifaði það að sjálfsögðu bara á húmorsleysi hlustenda. Svo í einhverri fermingarveislu nokkru síðar fer þessi sama frænka svo að segja frá því að hún sé farin að vinna á leikskóla og þar komi þetta djáknanám hennar að góðum notum og þá verð ég að viðurkenna að það fóru að renna á mig tvær grímur, því að þó að ég fíli svartan húmor finnst mér það ekkert rosa fyndið að fara að grínast með einhverjar barnaaftökur, það er svona smá yfir strikið. Svo ég fór að gúgla betur. Það kemur í ljós að það er engum kennt að afhausa neinn í djáknanáminu í Háskóla Íslands og ég er með endalausan móral eftir að hafa gert svona grín að námsvali elsku frænku minnar sem hefur alltaf bara viljað láta gott af sér leiða.“

Svanhildur Hólm Valsdóttir.
Svanhildur Hólm Valsdóttir. Kristinn Magnússon

Ertu ekki í Framsókn?

„Ég hélt sem sagt í nærri heilt ár að Páll Valur Björnsson í Bjartri framtíð væri á þingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var bara eitthvað svo „framsóknarlegur“. Alþingi fylltist á þeim tíma, vorið 2013, af nýjum framsóknarmönnum, mikið til fólki sem maður hafði aldrei séð áður og fólki sem leit misjafnlega mikið út fyrir að vera í Framsókn. Og þarna var þessi gaur sem ég hafði ekki tekið neitt rosalega mikið eftir í þinginu almennt og hafði einhvern veginn bara sett hann í flokk með öllum nýju framsóknarmönnunum. Þangað til það var komið vor 2014 en þá var ég í hliðarsal að spjalla við hann og áttaði mig á því í spjallinu að hann hafði ekki alveg sömu afstöðu til ríkisstjórnarinnar og ég. Ég hugsaði með mér að þetta væri nú eitthvað skrýtið viðhorf en sagði ekki neitt, fletti honum svo upp. Þetta var svolítið vandræðalegt því við vorum sko í ríkisstjórn með Framsókn. Ég veit. Úff.“

Svanhildur segist mjög slæm með andlit fólks almennt og taka mun betur eftir mörgu öðru, hún geti þess vegna munað hvenær allir þingmenn eigi afmæli og sé stundum glögg á andlit þegar það skipti engu máli. „Ég get alveg verið handviss á andlit og nöfn B-leikara úr amerískum þáttum sem enginn hefur séð. Fólki sem ég sé hins vegar jafnvel reglulega get ég átt erfitt með að átta mig á. Ég er þess vegna mikill fylgismaður þess að nota nafnspjöld.“ Svanhildur segist löngu hætt að reyna að kjafta sig út hinum og þessum aðstæðum þar sem ómanngleggni hennar sé til vansa. „Þetta er svipað og að vera litblindur. Það eina sem bjargar mér frá fullkominni örvæntingu yfir því hvað ég er mikið úti að aka er hvað ég er mikið úti að aka.“

Kjartan Guðmundsson.
Kjartan Guðmundsson. Kristinn Magnússon

Sá lifandi harðfisk

„Það má segja að það sé ákveðið fiskiþema hjá mér en fyrst er það eigin misskilningur, og ég er nú örugglega ekki einn um að hafa haldið vandræðalega lengi að bjór væri gerður úr humrum en ekki humlum, eða hvað?“ segir Kjartan Guðmundsson fjölmiðlamaður. 

Fyndnasta misskilninginn á samt gamall skólabróðir Kjartans. „Hann hélt því statt og stöðugt fram við okkur skólasystkinin að hann hefði séð lifandi harðfisk. Svo var það annar sem hélt að plokkfiskur væri fisktegund eins og þorskur og ýsa, en hann var einmitt að vinna sem þjónn á sjávarréttaveitingastað.“

Umfjöllunin birtist í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem fleiri segja frá misskilningi sínum og annarra til margra ára.

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...