Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun þar sem persónulegar árásir í hans garð og tjáningarfrelsið var til umræðu.

„Þær geta verið rólegar yfir því,“ sagði Jón Steinar þegar Páll spurði hann hvort hann hefði velt þeim möguleika fyrir sér. Sagði Jón Steinar að með grein sinni í Morgunblaðinu á föstudag hafi hann viljað sýna hvaða aðferðir væru notaðar í dag til þöggunar.

„Ég var að vekja athygli manna á því sem ég kalla orðsóðaskap hóps sem telur sig hafa málstað sem hann vill styðja,“ sagði Jón Steinar en bendir á að hópurinn kjósi að loka að sér á Facebook. „Þar er skipst á orðskviðum sem mér fannst fela í sér einhvern ótrúlegasta orðsöfnuð sem ég hef séð í seinni tíð. Ég skoðaði þessi ummæli sem voru höfð um mig og ákvað að skera upp herör gegn þessum vinnubrögðum,“ sagði Jón Steinar.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum ...
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Skjáskot/K100

Stjórnmálamenn skíthræddir við þetta fólk

„Þessi viðhorf hafa haft mikil áhrif í samfélaginu. Ég held að flestir stjórnmálamenn séu skíthræddir við þetta fólk,“ sagði Jón Steinar. „Við eigum að brjótast út úr þessu, láta rök mæta rökum. Finna út hvað er rétt og hvað er ekki rétt í málum.“

Jón Steinar sagði að með því að hafa fjallað um mál Roberts Downey hafi margir úr umræddum hópi talið hann meðsekan um kynferðisbrot sem Robert framdi. Þá sagðist hann aldrei hafa krafist fyrirgefningar af hálfu fórnarlamba Roberts, heldur hafi hann bent á þann mikilvæga boðskap að fyrirgefning sé þýðingarmikill þáttur fyrir þolendur ofbeldis og hann hefði talið það að meinlausu að benda á að betra sé að fyrirgefa en að lifa áfram með hatur í brjósti sér.

„Það varð uppi fótur og fit að ég skyldi benda á þetta,“ sagði Jón Steinar. Einhverjir hafi gengið svo langt að ætla að Jón Steinar væri þátttakandi í brotum mannsins og hefði samúð með þeim. Jón Steinar benti á að hann hafi aðeins einu sinni verið verjandi manns sem var sakaður um kynferðisbrot og sá hafi verið sýknaður. „Það þarf að sanna sök til að sakfella menn fyrir dómstólum. Það gildir um þennan flokk eins og aðra brotaflokka.“

Lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var sagt ...
Lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var sagt upp vegna ummæla á Facebook. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Háskólinn í Reykjavík ekki enn svarað bréfinu

Jón Steinar ræddi einnig mál Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík sem nýlega var sagt upp störfum vegna ummæla hans á Facebook. Sagði hann Háskólann í Reykjavík ekki enn hafa svarað bréfi sem hann sendi fyrir um það bil hálfum mánuði fyrir hönd umbjóðanda síns.

„Við ættum öll að muna í hvers konar þjóðfélagsgerð við lifum og viljum lifa,“ sagði Jón Steinar. Sagði hann að víða um heim væru tilteknar skoðanir bannaðar, þar sem þeir sem brjóti gegn því banni séu beittir refsingum og viðurlögum. „Við erum með tjáningarfrelsi, í því felst frelsi til að segja það sem við viljum segja, þó þannig að við berum ábyrgð,“ sagði Jón Steinar.

„Hann [Kristinn] var með skoðun sem menn geta verið sammála eða ósammála. Ég er ekki sammála umbjóðanda mínum um þetta, ég vil að karlar og konur vinni saman. Beiti aðferð lýðræðis og talist við ef ágreiningur er um skoðanir. Við verðum að halda dauðahaldi í það,“ sagði Jón Steinar.

Benti Jón Steinar á að Jordan Peterson hafi bent á að í Bandaríkjunum sé mönnum ráðlagt að loka ekki að sér ef þeir eru með aðila af hinu kyninu með sér. „Það koma oft fram ásakanir á hendur mönnum og þá skiptir sönnunarfærsla engu máli. Þessi maður sem leitaði til mín var rekinn úr vinnunni fyrir að vera með hugleiðingar um þetta,“ sagði Jón Steinar sem telur að brotinn hafi verið réttur á Kristni með uppsögn hans, en meðal þess sem hann benti á í bréfi sínu til Háskólans í Reykjavík var að Kristinn hefði notið réttarstöðu eins og opinber starfsmaður og telur Jón Steinar að rektor hafi ekki áttað sig á því áður en hann sendi bréfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

00:21 Þrír skjálftar að stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi. Meira »

Árbæjarskóli vann Skrekk

Í gær, 22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

Í gær, 21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Í gær, 20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

Í gær, 20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

Í gær, 20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

Í gær, 20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Í gær, 19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

Í gær, 18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

Í gær, 18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

Í gær, 18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Í gær, 17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Í gær, 17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Í gær, 16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Í gær, 16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Í gær, 16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

Í gær, 16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

Í gær, 15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »
Trek kvenhjól 26" til sölu
Til sölu 26" Trek sport 800 hjólið er vel með farið. Aukahlutir sem fylgja, bret...
VELLÍÐAN OG DEKUR.
Stress er þáttur í daglegu lífi. slökun og meðferð við stressi- áralöng reynsl...
Flygill
Til sölu fallegur og vel með farinn Yamaha flygill. Hljóðfærið er C-týpa, ca. 40...