Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun þar sem persónulegar árásir í hans garð og tjáningarfrelsið var til umræðu.

„Þær geta verið rólegar yfir því,“ sagði Jón Steinar þegar Páll spurði hann hvort hann hefði velt þeim möguleika fyrir sér. Sagði Jón Steinar að með grein sinni í Morgunblaðinu á föstudag hafi hann viljað sýna hvaða aðferðir væru notaðar í dag til þöggunar.

„Ég var að vekja athygli manna á því sem ég kalla orðsóðaskap hóps sem telur sig hafa málstað sem hann vill styðja,“ sagði Jón Steinar en bendir á að hópurinn kjósi að loka að sér á Facebook. „Þar er skipst á orðskviðum sem mér fannst fela í sér einhvern ótrúlegasta orðsöfnuð sem ég hef séð í seinni tíð. Ég skoðaði þessi ummæli sem voru höfð um mig og ákvað að skera upp herör gegn þessum vinnubrögðum,“ sagði Jón Steinar.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum ...
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Skjáskot/K100

Stjórnmálamenn skíthræddir við þetta fólk

„Þessi viðhorf hafa haft mikil áhrif í samfélaginu. Ég held að flestir stjórnmálamenn séu skíthræddir við þetta fólk,“ sagði Jón Steinar. „Við eigum að brjótast út úr þessu, láta rök mæta rökum. Finna út hvað er rétt og hvað er ekki rétt í málum.“

Jón Steinar sagði að með því að hafa fjallað um mál Roberts Downey hafi margir úr umræddum hópi talið hann meðsekan um kynferðisbrot sem Robert framdi. Þá sagðist hann aldrei hafa krafist fyrirgefningar af hálfu fórnarlamba Roberts, heldur hafi hann bent á þann mikilvæga boðskap að fyrirgefning sé þýðingarmikill þáttur fyrir þolendur ofbeldis og hann hefði talið það að meinlausu að benda á að betra sé að fyrirgefa en að lifa áfram með hatur í brjósti sér.

„Það varð uppi fótur og fit að ég skyldi benda á þetta,“ sagði Jón Steinar. Einhverjir hafi gengið svo langt að ætla að Jón Steinar væri þátttakandi í brotum mannsins og hefði samúð með þeim. Jón Steinar benti á að hann hafi aðeins einu sinni verið verjandi manns sem var sakaður um kynferðisbrot og sá hafi verið sýknaður. „Það þarf að sanna sök til að sakfella menn fyrir dómstólum. Það gildir um þennan flokk eins og aðra brotaflokka.“

Lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var sagt ...
Lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var sagt upp vegna ummæla á Facebook. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Háskólinn í Reykjavík ekki enn svarað bréfinu

Jón Steinar ræddi einnig mál Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík sem nýlega var sagt upp störfum vegna ummæla hans á Facebook. Sagði hann Háskólann í Reykjavík ekki enn hafa svarað bréfi sem hann sendi fyrir um það bil hálfum mánuði fyrir hönd umbjóðanda síns.

„Við ættum öll að muna í hvers konar þjóðfélagsgerð við lifum og viljum lifa,“ sagði Jón Steinar. Sagði hann að víða um heim væru tilteknar skoðanir bannaðar, þar sem þeir sem brjóti gegn því banni séu beittir refsingum og viðurlögum. „Við erum með tjáningarfrelsi, í því felst frelsi til að segja það sem við viljum segja, þó þannig að við berum ábyrgð,“ sagði Jón Steinar.

„Hann [Kristinn] var með skoðun sem menn geta verið sammála eða ósammála. Ég er ekki sammála umbjóðanda mínum um þetta, ég vil að karlar og konur vinni saman. Beiti aðferð lýðræðis og talist við ef ágreiningur er um skoðanir. Við verðum að halda dauðahaldi í það,“ sagði Jón Steinar.

Benti Jón Steinar á að Jordan Peterson hafi bent á að í Bandaríkjunum sé mönnum ráðlagt að loka ekki að sér ef þeir eru með aðila af hinu kyninu með sér. „Það koma oft fram ásakanir á hendur mönnum og þá skiptir sönnunarfærsla engu máli. Þessi maður sem leitaði til mín var rekinn úr vinnunni fyrir að vera með hugleiðingar um þetta,“ sagði Jón Steinar sem telur að brotinn hafi verið réttur á Kristni með uppsögn hans, en meðal þess sem hann benti á í bréfi sínu til Háskólans í Reykjavík var að Kristinn hefði notið réttarstöðu eins og opinber starfsmaður og telur Jón Steinar að rektor hafi ekki áttað sig á því áður en hann sendi bréfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »

Gætu slökkt eldinn um hádegisbil

10:00 „Við fengum upplýsingar í morgun um að hugsanlega myndi slökkvistarfi ljúka um hádegisbil,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði um bruna sem kom upp hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 39 í Hafnar­f­irði í gærkvöldi. Meira »

„Á von á því versta“

09:51 „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að enginn var í húsinu,“ segir Örn Gunnlaugsson, sem sá um rekstur fyrirtækisins Bindvírs sem er í húsinu sem brann á Hvaleyrarbraut 39 í nótt. Nú í morgun var búið að rýma burt efri hæðinni þar sem eldurinn kviknaði, en eldur logaði enn á neðri hæðinni. Meira »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »

Verði sjálfkrafa sviptir ökurétti

05:30 Lögreglan vill að þeir ökumenn sem stöðvaðir eru og mælast með áfengismagn í blóði yfir 0,2 prómill verði sjálfkrafa sviptir ökurétti. Þetta kemur fram í athugasemdum umferðardeildar LRH við frumvarp til nýrra umferðarlaga. Meira »

Karlar fá athvarf í skúr í Breiðholti

05:30 „Við munum kynna verkefnið og þeir sem hafa áhuga geta skráð sig til leiks. Við höldum svo áfram að hittast á fimmtudögum og ræða hvað menn vilja gera,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Meira »

Skýrist með opnun um mánaðamótin

05:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði allt að eins milljarðs króna endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri, sagði að ekki væri um nýtt lán að ræða. Meira »

Rákust nærri saman á flugi

05:30 Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Meira »

Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

05:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka og ríkið hafa brugðist í húsnæðismálum. Verktakar hafi verið tregir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða. Meira »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk,205/55 R16... Verð kr 12000.,,Sími 8986048....
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...