Mun ekki höfða mál gegn femínistunum

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ætlar ekki að höfða mál gegn femínistunum sem höfðu um hann ljót ummæli á lokaða Facebook-svæðinu „Karlar gera merkilega hluti“. Jón Steinar var gestur Páls Magnússonar í þjóðmálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun þar sem persónulegar árásir í hans garð og tjáningarfrelsið var til umræðu.

„Þær geta verið rólegar yfir því,“ sagði Jón Steinar þegar Páll spurði hann hvort hann hefði velt þeim möguleika fyrir sér. Sagði Jón Steinar að með grein sinni í Morgunblaðinu á föstudag hafi hann viljað sýna hvaða aðferðir væru notaðar í dag til þöggunar.

„Ég var að vekja athygli manna á því sem ég kalla orðsóðaskap hóps sem telur sig hafa málstað sem hann vill styðja,“ sagði Jón Steinar en bendir á að hópurinn kjósi að loka að sér á Facebook. „Þar er skipst á orðskviðum sem mér fannst fela í sér einhvern ótrúlegasta orðsöfnuð sem ég hef séð í seinni tíð. Ég skoðaði þessi ummæli sem voru höfð um mig og ákvað að skera upp herör gegn þessum vinnubrögðum,“ sagði Jón Steinar.

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum ...
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður var viðmælandi Páls Magnússonar í þjómálaþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Skjáskot/K100

Stjórnmálamenn skíthræddir við þetta fólk

„Þessi viðhorf hafa haft mikil áhrif í samfélaginu. Ég held að flestir stjórnmálamenn séu skíthræddir við þetta fólk,“ sagði Jón Steinar. „Við eigum að brjótast út úr þessu, láta rök mæta rökum. Finna út hvað er rétt og hvað er ekki rétt í málum.“

Jón Steinar sagði að með því að hafa fjallað um mál Roberts Downey hafi margir úr umræddum hópi talið hann meðsekan um kynferðisbrot sem Robert framdi. Þá sagðist hann aldrei hafa krafist fyrirgefningar af hálfu fórnarlamba Roberts, heldur hafi hann bent á þann mikilvæga boðskap að fyrirgefning sé þýðingarmikill þáttur fyrir þolendur ofbeldis og hann hefði talið það að meinlausu að benda á að betra sé að fyrirgefa en að lifa áfram með hatur í brjósti sér.

„Það varð uppi fótur og fit að ég skyldi benda á þetta,“ sagði Jón Steinar. Einhverjir hafi gengið svo langt að ætla að Jón Steinar væri þátttakandi í brotum mannsins og hefði samúð með þeim. Jón Steinar benti á að hann hafi aðeins einu sinni verið verjandi manns sem var sakaður um kynferðisbrot og sá hafi verið sýknaður. „Það þarf að sanna sök til að sakfella menn fyrir dómstólum. Það gildir um þennan flokk eins og aðra brotaflokka.“

Lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var sagt ...
Lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík var sagt upp vegna ummæla á Facebook. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Háskólinn í Reykjavík ekki enn svarað bréfinu

Jón Steinar ræddi einnig mál Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík sem nýlega var sagt upp störfum vegna ummæla hans á Facebook. Sagði hann Háskólann í Reykjavík ekki enn hafa svarað bréfi sem hann sendi fyrir um það bil hálfum mánuði fyrir hönd umbjóðanda síns.

„Við ættum öll að muna í hvers konar þjóðfélagsgerð við lifum og viljum lifa,“ sagði Jón Steinar. Sagði hann að víða um heim væru tilteknar skoðanir bannaðar, þar sem þeir sem brjóti gegn því banni séu beittir refsingum og viðurlögum. „Við erum með tjáningarfrelsi, í því felst frelsi til að segja það sem við viljum segja, þó þannig að við berum ábyrgð,“ sagði Jón Steinar.

„Hann [Kristinn] var með skoðun sem menn geta verið sammála eða ósammála. Ég er ekki sammála umbjóðanda mínum um þetta, ég vil að karlar og konur vinni saman. Beiti aðferð lýðræðis og talist við ef ágreiningur er um skoðanir. Við verðum að halda dauðahaldi í það,“ sagði Jón Steinar.

Benti Jón Steinar á að Jordan Peterson hafi bent á að í Bandaríkjunum sé mönnum ráðlagt að loka ekki að sér ef þeir eru með aðila af hinu kyninu með sér. „Það koma oft fram ásakanir á hendur mönnum og þá skiptir sönnunarfærsla engu máli. Þessi maður sem leitaði til mín var rekinn úr vinnunni fyrir að vera með hugleiðingar um þetta,“ sagði Jón Steinar sem telur að brotinn hafi verið réttur á Kristni með uppsögn hans, en meðal þess sem hann benti á í bréfi sínu til Háskólans í Reykjavík var að Kristinn hefði notið réttarstöðu eins og opinber starfsmaður og telur Jón Steinar að rektor hafi ekki áttað sig á því áður en hann sendi bréfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »

Umræðan drifin áfram af tilfinningu

13:37 Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra er ekki kunnugt um að nokkrum stað hafi verið gerður jafn ítarlegur gagnagrunnur um tekjur íbúa en nú er til um Íslendinga. Þetta er meðal þess sem kom fram á blaðamannafundi í dag vegna nýs vefs þar sem hægt er að skoða tekjuþróun Íslendinga 1991 til 2017. Meira »

Fleiri hjónabönd og færri skilnaðir

13:30 Alls gengu 3.979 einstaklingar í hjónaband á síðasta ári en 1.276 skildu, samkvæmt skráningu í Þjóðskrá Íslands.  Meira »

Vantaði innsýn þeirra sem hafa reynslu

13:07 Notendasamtökin Hugarafl segja að það hafi vantað innsýn einstaklinga með persónulega reynslu af því öngstræti sem það er að vilja ekki lifa lengur, í umtöluðu Kastljósviðtali vegna ummæla Öldu Karenar Hjaltalín um geðheilbrigðismál á þriðjudag. Meira »

Réðst á mann með skefti af álskóflu

13:06 Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 275 þúsund króna í miskabætur fyrir líkamsárás. Meira »

Fullyrðingarnar ósannaðar

12:27 Neytendastofa hefur bannað fyrirtækinu Törutrix ehf. að fullyrða í auglýsingu að varan Golden Goddess vinni gegn bólum, minnki fínar hrukkur og styrki húðina. Neytendastofa telur að fullyrðingarnar séu ósannaðar. Meira »

Hægt að árangursmæla stjórnvöld

12:12 „Hann býður upp á ótrúleg tækifæri til þess að taka góðar ákvarðanir,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um nýjan gagnagrunn stjórnvalda um tekjur landsmanna. Þá segir hún gagnagrunninn gera stjórnvöldum kleift að meta félagslegan hreyfanleika á Íslandi. Meira »

Tekjuþróun allra landsmanna birt

11:05 Stjórnvöldum verður nú kleift að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa með nýjum gagnagrunni sem byggir á skattframtölum allra Íslendinga. Vefurinn tekjusagan.is veitir aðgengi að upplýsingum um lífskjör Íslendinga frá 1991 til ársins 2017. Meira »

Lottó og pylsa í Staðarskála

10:46 Hjón að norðan duttu í lukkupottinn á laugardag þegar þau keyptu lottómiða með pylsunni í Staðarskála því miðinn skilaði þeim 22 milljónum. Eldri borgari af Suðurlandi varð einnig milljónamæringur nýverið en hann tók þátt í EuroJackpot. Hann var alsæll enda snúið að lifa á lífeyrinum einum saman. Meira »

Hafnarvörður dróst með lyftara

10:35 Lyftara var ekið á hafnarvörð í Grindavík í vikunni að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Þrjú fiskikör voru á lyftaranum þegar atvikið átti sér stað og féll hafnarvörðurinn í jörðina við ákeyrsluna og dróst með honum nokkurn spöl áður en stjórnandi tækisins varð hans var. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...