Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Líkt og eiginlega allir nýir ljósastaurar sem settir eru upp hér á landi eru staurarnir með LED-perum sem hefur í för með sér umtalsverðan orku- og viðhaldssparnað. Athugasemdir hafa verið settar inn á Facebook-hópinn Stopp hingað og ekki lengra!, þar sem sett er út á að of mikill munur sé á birtuskilyrðum. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Nú eru 130 metrar á milli ljósastaura en bilið var 65 metrar þegar þeir voru fyrst settir upp árið 1996. Þá þurfti að lækka staurana úr 12 metrum í 10 metra sem einnig hefur áhrif á ljósvistina á veginum.  

Misjafnt er hvernig lýsing og glýja hefur áhrif á fólk en einn bílstjórinn sem tekur til máls á spjallþræðinum segist nú þurfa að nota skyggnin í bílnum til að verjast óþægilegri birtu á veginum.       

Talið óvinsælt að sleppa lýsingu

Í hruninu var slökkt á öðrum hverjum ljósastaur á leiðinni í sparnaðarskyni og þegar kom að endurnýjun stauranna í fyrra var ákveðið að halda því bili og fækka staurunum um helming. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis hjá Vegagerðinni, segir að þegar kom að endurnýjun á gömlu staurunum hafi þurft að taka tillit til ýmissa þátta. Vel hafi komið til greina að sleppa lýsingu á brautinni þar sem ekkert í reglugerðum segir að hún eigi að vera upplýst að fullu. Líklegt hafi verið talið að það yrði óvinsælla fyrirkomulag en lýsingin sem var svo sett upp. 

Ákvörðunin um að lýsa brautina upp á sínum tíma var pólitísk. „Það var því meðvituð ákvörðun að uppfylla ekki lýsingarkröfur samkvæmt stöðlum í þetta sinn,“ segir Svanur í samtali við mbl.is. Til að uppfylla staðla hefði þurft að hafa ljósastaura á milli veghelminga. Búið var að leggja leiðslur öðru megin á veginum og því hefði þurft að fara í töluverða fjárfestingu til að uppfylla staðla. Almennt segir Svanur að verið sé að skipta yfir í 10 metra háa staura þar sem þeir gefi betur eftir, sé á þá keyrt og með fullkomnari lýsingartækni sem LED-lampar bjóði upp á.

Kysi að sleppa staurunum

Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuður, sá um hönnun á upphaflega lýsingu Reykjanesbrautarinnar árið 1996. Hann segir að þrátt fyrir að viss öryggistilfinning fylgi því að hafa lýsinguna eins og hún er, hefði hann kosið að hafa hana einungis á stöðum þar sem reglugerðir krefjast lýsingar t.a.m. við hringtorg og af- og aðreinar. Munurinn á birtunni við staurana og svæðunum þess á milli sé of mikill. Jafnleiki birtunnar sé ekki eins og best verði á kosið. „Á álagstímum er þetta, ég segi ekki hættulegt, en þetta er ekki eins og við myndum helst sjá það.“

Í myndskeiðinu er rætt við Guðjón og birtan frá ljósastaurunum skoðuð með dróna en þannig sést afar vel hvernig birtan dreifist á veginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Landsprent í Stjörnuklúbbi prentsmiðja

08:18 Alþjóðleg samtök blaðaútgefenda, WAN-IFRA, hafa útnefnt Landsprent, prentsmiðju Morgunblaðsins, í svokallaðan Stjörnuklúbb („Star Club“) bestu blaðaprentsmiðja heims. Þar eru fyrir einungis 48 prentsmiðjur víðs vegar um heim. Meira »

Hafa áhyggjur af heróínneyslu hér

07:57 „Það er farið líta á margt sem eðlilegt í tengslum við þessa auknu neyslu og tilefni til að hafa ákveðnar áhyggjur,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Meira »

TF-LIF blindflugshæf fyrir jól

07:37 Ein þriggja þyrlna Landhelgisgæslu Íslands, TF-LIF, hefur verið biluð undanfarið og sökum þess ekki mátt sinna verkefnum úti á sjó að nóttu til. Meira »

Snjókoma á Öxnadalsheiði

07:00 Greiðfært er í Húnavatnssýslum en hálka eða hálkublettir eru víða í Skagafirði. Snjóþekja og snjókoma er á Öxnadalsheiði en snjóþekja og éljagangur er í Víkurskarði.  Meira »

Andlát: Erlingur Sigurðarson

06:50 Erlingur Sigurðarson, skáld og fv. kennari, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóvember sl., sjötugur að aldri.  Meira »

Varað við erfiðum skilyrðum

06:43 Gul viðvörun er í gildi víða á norðan- og austanverðu landinu og eru ferðalangar varaðir við erfiðum akstursskilyrðum og beðnir um að sýna aðgát. Slydda eða snjókoma er á heiðum og fjallvegum norðan- og austanlands. Meira »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...