Ójöfn lýsing á Reykjanesbraut

Vegfarendur á Reykjanesbraut hafa gert athugasemdir við nýja ljósastaura sem settir hafa verið upp við veginn. Líkt og eiginlega allir nýir ljósastaurar sem settir eru upp hér á landi eru staurarnir með LED-perum sem hefur í för með sér umtalsverðan orku- og viðhaldssparnað. Athugasemdir hafa verið settar inn á Facebook-hópinn Stopp hingað og ekki lengra!, þar sem sett er út á að of mikill munur sé á birtuskilyrðum. Ljósið sé mjög skært við staurana en algert myrkur sé þess í milli. Nú eru 130 metrar á milli ljósastaura en bilið var 65 metrar þegar þeir voru fyrst settir upp árið 1996. Þá þurfti að lækka staurana úr 12 metrum í 10 metra sem einnig hefur áhrif á ljósvistina á veginum.  

Misjafnt er hvernig lýsing og glýja hefur áhrif á fólk en einn bílstjórinn sem tekur til máls á spjallþræðinum segist nú þurfa að nota skyggnin í bílnum til að verjast óþægilegri birtu á veginum.       

Talið óvinsælt að sleppa lýsingu

Í hruninu var slökkt á öðrum hverjum ljósastaur á leiðinni í sparnaðarskyni og þegar kom að endurnýjun stauranna í fyrra var ákveðið að halda því bili og fækka staurunum um helming. Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suðursvæðis hjá Vegagerðinni, segir að þegar kom að endurnýjun á gömlu staurunum hafi þurft að taka tillit til ýmissa þátta. Vel hafi komið til greina að sleppa lýsingu á brautinni þar sem ekkert í reglugerðum segir að hún eigi að vera upplýst að fullu. Líklegt hafi verið talið að það yrði óvinsælla fyrirkomulag en lýsingin sem var svo sett upp. 

Ákvörðunin um að lýsa brautina upp á sínum tíma var pólitísk. „Það var því meðvituð ákvörðun að uppfylla ekki lýsingarkröfur samkvæmt stöðlum í þetta sinn,“ segir Svanur í samtali við mbl.is. Til að uppfylla staðla hefði þurft að hafa ljósastaura á milli veghelminga. Búið var að leggja leiðslur öðru megin á veginum og því hefði þurft að fara í töluverða fjárfestingu til að uppfylla staðla. Almennt segir Svanur að verið sé að skipta yfir í 10 metra háa staura þar sem þeir gefi betur eftir, sé á þá keyrt og með fullkomnari lýsingartækni sem LED-lampar bjóði upp á.

Kysi að sleppa staurunum

Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuður, sá um hönnun á upphaflega lýsingu Reykjanesbrautarinnar árið 1996. Hann segir að þrátt fyrir að viss öryggistilfinning fylgi því að hafa lýsinguna eins og hún er, hefði hann kosið að hafa hana einungis á stöðum þar sem reglugerðir krefjast lýsingar t.a.m. við hringtorg og af- og aðreinar. Munurinn á birtunni við staurana og svæðunum þess á milli sé of mikill. Jafnleiki birtunnar sé ekki eins og best verði á kosið. „Á álagstímum er þetta, ég segi ekki hættulegt, en þetta er ekki eins og við myndum helst sjá það.“

Í myndskeiðinu er rætt við Guðjón og birtan frá ljósastaurunum skoðuð með dróna en þannig sést afar vel hvernig birtan dreifist á veginum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »

Eldur kviknaði í potti á Culiacan

Í gær, 21:27 Eldur kom upp á veitingastað Culiacan á Suðurlandsbraut á níunda tímanum í kvöld og var slökkvilið kallað til. Kviknað hafði í út frá djúpsteikingarpotti og voru fjórir dælubílar og tveir sjúkrabílar sendir á staðinn þegar kallið barst. Meira »

„Stórkostleg viðurkenning á málstaðnum“

Í gær, 21:11 Vegagerðin gerir ekki athugasemd við þá kröfu landeigenda í Ingólfsfirði um að framkvæmdir við veglagningu í firðinum verði hætt á meðan úr því fæst skorið hvort Vegagerðin hafi heimild til að ráðstafa veginum, sem landeigendur telja sinn. Meira »

Ísland kenni auðmýkt gagnvart náttúru

Í gær, 20:36 Angela Merkel segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og að það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Þetta sagði kanslari Þýskalands á blaðamannafundi hennar og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sumarbústað ráðherra. Meira »

Mótsögn í umræðum um sæstreng

Í gær, 20:01 Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en hafna því í leiðinni að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Meira »
Til sölu Lundia hillur
Um 33 lengdarmetrar, 5 einingar, af þessum frábæru bókahillum til sölu. Lökkuð g...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nudd fyrir vellíðan og slökun
LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG MEÐ AFSLAPPANDI NUDDI. HEIT OLIA OG STEINAR. Allir með ...