40 íslenskir hestar fóru niður Strikið

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, leiddi skrúðreiðina á hátíðinni.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, leiddi skrúðreiðina á hátíðinni. Ljósmynd/Íslandsstofa

Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku.

Afmælishátíðin hófst með skrúðreið frá konunglegu hesthúsunum við Kristjánsborgarhöll alla leið að Norðurbryggju, þar sem sendiráð Íslands er til húsa. Íslandsstofa og íslenska sendiráðið lögðu sitt af mörkum í viðburðinum og markaðssettu íslenska hestinn um leið.

Samstarfsráðherrar Norðurlandanna í Danmörku og á Íslandi, Eva Kjer Hansen og Sigurður Ingi Jóhannsson, leiddu skrúðreiðina, sem er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að hátt í 2.500 manns hafi tekið þátt í fögnuðinum.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert