Fjárfest í þara fyrir fjóra milljarða

Farmi skipað út frá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal. Félagið hefur …
Farmi skipað út frá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal. Félagið hefur áform um sambærilega vinnslu í Súðavík og Stykkishólmi. Ljósmynd/Íslenska kalkþörungafélagið

Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.

Félagið hefur undanfarin ár rekið kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal og þar er verið að endurnýja hluta verksmiðjunnar. Samanlagt geta þessar fjárfestingar félagsins numið um fjórum milljörðum króna.

Kanadískt fyrirtæki, Acadian Seaplants, hefur einnig lýst áhuga á að reisa þangvinnslu í Stykkishólmi. Á næstunni ræðst hvor aðilinn verður fenginn til frekari viðræðna við bæjaryfirvöld, að því er fram kemur í fréttaskýringu um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert