Fjölgun varaþingmanna eðlileg

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/​Hari

„Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um ástæður þess að 57 varamenn hafa tekið sæti á Alþingi það sem af er árinu og kostnaður vegna þess kominn í tæpar 23 milljónir, líkt og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag.

Steingrímur segir það ánægjuefni þegar íslenskir þingmenn séu valdir til trúnaðarstarfa í erlendu samstarfi en slíkt kalli á ferðalög og fjarveru frá þinginu, auk þess sem veikindi þingmanna eða alvarleg veikindi í fjölskyldum þeirra kalli á að varamenn taki sæti á þingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert