Ríkissaksóknari skoðar Euro Market-mál

Niðurstaða lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara.
Niðurstaða lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara. mbl.is/Arnþór

Ríkissaksóknari fór þess á leit við lögreglustjórann á Vesturlandi að hann aðstoðaði ríkissaksóknara við rannsókn á því hvernig minnisblað lögreglu sem hafði að geyma trúnaðarupplýsingar komst í hendur óviðkomandi aðila. Niðurstaða rannsóknar lögreglustjórans á Vesturlandi hefur verið kynnt ríkissaksóknara sem fer með rannsókn málsins.

Þetta kemur fram í svari Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Vesturlandi, við fyrirspurn mbl.is um málið en hann ætlar ekki að tjá sig frekar um málið.

Fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær að minnisblaðið hafi ratað til verjanda í hinu svokallaða Euro Market-máli og að í því séu talin upp ýmis sakamál sem lögreglan hafi haft meintan höfuðpaur í málinu grunaðan um.

Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir er ríkissaksóknari.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert