Snjóflóð tengd aukinni umferð

Fjölgun ferðamanna á fjöllum hefur fjölgað snjóflóðum.
Fjölgun ferðamanna á fjöllum hefur fjölgað snjóflóðum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla.

Greint var frá því í Morgunblaðinu á laugardaginn að 63 tilfelli hefðu komið upp veturinn 2017-2018 af snjóflóðum af mannavöldum.

Smári segir að mun fleiri séu nú á vélsleðum og fjallaskíðum en fyrir áratug. Hann telur ekki að aukningin á snjóflóðum af mannavöldum sé í sama hlutfalli og sú gríðarlega aukning sem orðið hafi á ástundun vetraríþrótta, þar sem útivistarfólk sé nú meðvitaðra um hætturnar sem geti skapast. Í Morgunblaðinu í dag segir Smári að blessunarlega hafi verið lítið um óhöpp þar sem skaði hafi orðið af snjóflóðum af mannavöldum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert