Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

mbl.is/Helgi Bjarnason

Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum. Hálkublettir eru á Þingvallavegi, vegi 36. Það eru hálkublettir á Vatnaleið og í Norðurárdal en snjóþekja á Holtavörðuheiði, éljagangur og snjóþekja á Bröttubrekku og Fróðárheiði

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða nokkur hálka á flestum fjallvegum ásamt snjókomu eða éljagangi,  þæfingur á Hrafnseyrarheiði. Hálkublettir eru á Strandavegi, vegi 643, og Innstrandavegi, 68, frá Þambárvöllum í Broddanes.

Hálka er á Þverárfjalli og á Vatnsskarði en snjóþekja og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Hólaheiði og Dettifossvegi. Hálka er á  Hófaskarði.

Hálkublettir eru á Fjarðarheiði. Hálka er í Eldhrauni og við Freysnes en hálkublettir eru við Lómagnúp. Krapi er á Lyngdalsheiði en hálkublettir við Gullfoss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert