Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

Jódís Hlöðversdóttir og Richard Spiller stefna að því að vinna …
Jódís Hlöðversdóttir og Richard Spiller stefna að því að vinna að fleiri listaverkefnum fyrir íslensk börn á næstunni. mbl.is/Eggert

Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum.

Spiller hefur starfað sem listamaður um árabil og kennt ýmsar listir en hann endaði fyrir algjöra tilviljun á Íslandi.

„Ég var að kenna í háskóla í Norður-Karólínu og byrjaði með skiptikennsluverkefni við lönd á Balkanskaganum. Ég ferðaðist þannig frá Bandaríkjunum til Helsinki, Tallinn, Riga, Vilnius, Leníngrad og fleiri borga reglulega. Ég fór að fljúga með Icelandair þegar ég fór til Helsinki og fyrir tilviljun kom það upp einu sinni að við þurftum að yfirgefa vélina í millilendingu á Íslandi. Ég var tilneyddur að fara inn í bæinn og gista eina nótt á yndislegu hóteli og þannig varð fyrsta tengingin mín við Ísland,“ segir Spiller í samtali við Morgunblaðið. „Árið eftir kom ég aftur í þrjá daga, næsta ár kom ég í níu daga, svo fimm vikur og núna er ég hérna í mánuð.“

Sjá samtal við Spiller í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert