Víða hált á vegum landsins

Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum fjallvegum á Vestfjörðum og á Norðurlandi er hálka á Vatnsskarði en hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálkublettir eru á Þverárfjalli.

Hálkublettir eru einnig á Mývatnsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Hólaheiði og Dettifossvegi norðaustanlands en hálka er á Möðrudalsöræfum og á Hófaskarði.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert