Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Þau Heiðdís Pétursdóttir og Hreiðar Hreiðarsson opnuðu nýlega gististað í ...
Þau Heiðdís Pétursdóttir og Hreiðar Hreiðarsson opnuðu nýlega gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Ljósmynd/Aðsend

„Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili.

Gististaðurinn nefnist Íslandsbærinn og var upphaflega reistur fyrir rúmlega 20 árum af tengdaföður hennar, sem einnig heitir Hreiðar Hreiðarsson, og gegndi þá hlutverki veitingaskála. Fjallað var um Íslandsbæinn í Lesbók Morgunblaðsins 1999 og segir greinarhöfundur að við smíðina hafi „bersýnilega verið að halda til haga gamalli hefð, en einnig vekur athygli að hvert smáatriði er fallega unnið.“

Ljósmynd/Aðsend

Bæinn reisti Hreiðar, sem var veitingamaður og smiður ásamt sonum sínum þeim Hreiðari og Sindra sem báðir eru smiðir, og var veitingaskálinn opnaður 1997. Síðan eru liðin rúm 20 ár og hin síðari ár var Íslandsbærinn í eigu banka sem gerði lítið til að halda húsinu við.

„Gátum ekki horft upp á þetta“

„Þetta var komið í svo mikla niðurníðslu að við bara gátum ekki horft upp á þetta lengur,“ segir Heiðdís en þau Hreiðar keyptu húsið af bankanum fyrir 3-4 árum. „Síðan erum við búin að vera að dúlla okkur í þessu. Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera við hann fyrst, en urðum að finna bænum eitthvert hlutverk.“ Hún segir þau hins vegar ekki hafa viljað endurgera bæinn sem veitingaskála. „Okkur langaði til að gera eitthvað nýtt.“ 

Ljósmynd/Aðsend

Heiðdís segir endurbæturnar á Íslandsbænum vera alfarið verk þeirra hjóna. „Ég bý líka svo vel að eiga þennan mann sem er smiður, þannig að maður hefur bara fengið að blómstra í hönnun hérna.“

Þau hafi þó líka notið aðstoðar tengdapabba við endursmíðina og segir Heiðdís hann, líkt og aðrir íbúa í nágrenninu, vera sáttan með útkomuna. „Fólkið hérna í kring er ofboðslega ánægt með að við skyldum gera eitthvað fyrir húsið og þeim, sem hafa komið hingað, finnst þetta líka æðislegt,“ bætir hún við og rifjar upp að einn þeirra hafi sagt: „Þetta er ekki hús, þetta er höll.“

Fanney Sól Hreiðarsdóttir, dóttir þeirra Heiðdísar og Hreiðars, málaði skiltið ...
Fanney Sól Hreiðarsdóttir, dóttir þeirra Heiðdísar og Hreiðars, málaði skiltið sem er með upprunalegu lógói afa hennar. Ljósmynd/Aðsend

Steinflögur í stað torfs og klömbrurnar úr timbri

Töluverða vinnu þurfti þó að leggja í verkið og voru klömbrurnar og grjótið í torfbænum til að mynda illa farið eftir vanrækslu undanfarinna ára. Þeim var því skipt út og flatar steinflögur sem líta út eins og torf voru settar í staðinn og þá eru klömbrurnar nú gerðar úr timbri. „Það kom okkur eiginlega á óvart hvað þetta er líkt,“ segir hún og kveður þau svo eiga eftir að tyrfa þakið að hluta.

Fallegt handbragð á loftaklæðningunni sem Hreiðar gerði fyrir 20 árum nýtur sín svo innan dyra og segir Heiðdís að þegar húsið var komið vel á veg þá hafi þeim ekki fundist koma til greina að fara að hrúga inn kojum og gera það þröngt. „Heldur vildum við frekar bara leyfa fólki að njóta,“ segir hún.

„Þetta var bara orðið svo fallegt að allt í einu vorum við komin með sérmerkt rúmföt, handklæði, náttsloppa og súkkulaði og þannig var þetta bara orðinn svolítill lúxus.“

Málverkin á veggjunum eru verk Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur, sem er ...
Málverkin á veggjunum eru verk Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur, sem er dóttir Hreiðars sem upphaflega byggði bæinn. Ljósmynd/Aðsend

Þau leyfa gamla tímanum líka að njóta sín innan dyra og hefur gömul eldavél úr eigu fjölskyldunnar þannig fengið hlutverk borðs. Koparlistar í eldhúsinu voru meðhöndlaðir sérstaklega til að fá á þá dekkri áferð svo viðhalda mætti eldri tíðaranda. Nútímaþægindum er þó ekki sleppt í húsinu, sem er með gistirými fyrir sjö, og er það til að mynda með bæði vínskáp og skíðageymslu, enda ekki langt að skreppa í Hlíðarfjall.

Bærinn er leigður út sem ein heild og segir Heiðdís hann henta vel t.d. fyrir saumaklúbba, vinahópa og stærri fjölskyldur. Gott aðgengi sé þá fyrir hjólastóla úr einu herberginu út á veröndina, þar sem heitum potti hefur verið komið fyrir.

Ljósmynd/Aðsend

Hún segir þau vera hægt og rólega að láta vita af sér, til að mynda á Facebook-síðunni Old Farm/Íslandsbærinn og svo sé vefsíða í smíðum.

„Svo erum við svo heppin að geta haldið nafninu, en húsið var skírt Íslandsbærinn á sínum tíma og lógóið er líka það sama tengdapabbi teiknaði fyrir rúmum 20 árum.“

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »

Skorti ekki vatn heldur þrýsting

11:50 Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti á auka þrýsting að halda vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut en þar varð stórbruni í gærkvöldi. Jón Guðmundsson, vaktmaður hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, segir að vatnsveitan hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vísis í nótt. Meira »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »

Gætu slökkt eldinn um hádegisbil

10:00 „Við fengum upplýsingar í morgun um að hugsanlega myndi slökkvistarfi ljúka um hádegisbil,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði um bruna sem kom upp hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 39 í Hafnar­f­irði í gærkvöldi. Meira »

„Á von á því versta“

09:51 „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að enginn var í húsinu,“ segir Örn Gunnlaugsson, sem sá um rekstur fyrirtækisins Bindvírs sem er í húsinu sem brann á Hvaleyrarbraut 39 í nótt. Nú í morgun var búið að rýma burt efri hæðinni þar sem eldurinn kviknaði, en eldur logaði enn á neðri hæðinni. Meira »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Nissan Micra árg.2005
Nissan Micra árg.2005. Beinskiptur. Aðeins ekinn 70.000. Frábær smábíll. Uppl.í...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...