Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Þau Heiðdís Pétursdóttir og Hreiðar Hreiðarsson opnuðu nýlega gististað í ...
Þau Heiðdís Pétursdóttir og Hreiðar Hreiðarsson opnuðu nýlega gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Ljósmynd/Aðsend

„Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili.

Gististaðurinn nefnist Íslandsbærinn og var upphaflega reistur fyrir rúmlega 20 árum af tengdaföður hennar, sem einnig heitir Hreiðar Hreiðarsson, og gegndi þá hlutverki veitingaskála. Fjallað var um Íslandsbæinn í Lesbók Morgunblaðsins 1999 og segir greinarhöfundur að við smíðina hafi „bersýnilega verið að halda til haga gamalli hefð, en einnig vekur athygli að hvert smáatriði er fallega unnið.“

Ljósmynd/Aðsend

Bæinn reisti Hreiðar, sem var veitingamaður og smiður ásamt sonum sínum þeim Hreiðari og Sindra sem báðir eru smiðir, og var veitingaskálinn opnaður 1997. Síðan eru liðin rúm 20 ár og hin síðari ár var Íslandsbærinn í eigu banka sem gerði lítið til að halda húsinu við.

„Gátum ekki horft upp á þetta“

„Þetta var komið í svo mikla niðurníðslu að við bara gátum ekki horft upp á þetta lengur,“ segir Heiðdís en þau Hreiðar keyptu húsið af bankanum fyrir 3-4 árum. „Síðan erum við búin að vera að dúlla okkur í þessu. Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera við hann fyrst, en urðum að finna bænum eitthvert hlutverk.“ Hún segir þau hins vegar ekki hafa viljað endurgera bæinn sem veitingaskála. „Okkur langaði til að gera eitthvað nýtt.“ 

Ljósmynd/Aðsend

Heiðdís segir endurbæturnar á Íslandsbænum vera alfarið verk þeirra hjóna. „Ég bý líka svo vel að eiga þennan mann sem er smiður, þannig að maður hefur bara fengið að blómstra í hönnun hérna.“

Þau hafi þó líka notið aðstoðar tengdapabba við endursmíðina og segir Heiðdís hann, líkt og aðrir íbúa í nágrenninu, vera sáttan með útkomuna. „Fólkið hérna í kring er ofboðslega ánægt með að við skyldum gera eitthvað fyrir húsið og þeim, sem hafa komið hingað, finnst þetta líka æðislegt,“ bætir hún við og rifjar upp að einn þeirra hafi sagt: „Þetta er ekki hús, þetta er höll.“

Fanney Sól Hreiðarsdóttir, dóttir þeirra Heiðdísar og Hreiðars, málaði skiltið ...
Fanney Sól Hreiðarsdóttir, dóttir þeirra Heiðdísar og Hreiðars, málaði skiltið sem er með upprunalegu lógói afa hennar. Ljósmynd/Aðsend

Steinflögur í stað torfs og klömbrurnar úr timbri

Töluverða vinnu þurfti þó að leggja í verkið og voru klömbrurnar og grjótið í torfbænum til að mynda illa farið eftir vanrækslu undanfarinna ára. Þeim var því skipt út og flatar steinflögur sem líta út eins og torf voru settar í staðinn og þá eru klömbrurnar nú gerðar úr timbri. „Það kom okkur eiginlega á óvart hvað þetta er líkt,“ segir hún og kveður þau svo eiga eftir að tyrfa þakið að hluta.

Fallegt handbragð á loftaklæðningunni sem Hreiðar gerði fyrir 20 árum nýtur sín svo innan dyra og segir Heiðdís að þegar húsið var komið vel á veg þá hafi þeim ekki fundist koma til greina að fara að hrúga inn kojum og gera það þröngt. „Heldur vildum við frekar bara leyfa fólki að njóta,“ segir hún.

„Þetta var bara orðið svo fallegt að allt í einu vorum við komin með sérmerkt rúmföt, handklæði, náttsloppa og súkkulaði og þannig var þetta bara orðinn svolítill lúxus.“

Málverkin á veggjunum eru verk Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur, sem er ...
Málverkin á veggjunum eru verk Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur, sem er dóttir Hreiðars sem upphaflega byggði bæinn. Ljósmynd/Aðsend

Þau leyfa gamla tímanum líka að njóta sín innan dyra og hefur gömul eldavél úr eigu fjölskyldunnar þannig fengið hlutverk borðs. Koparlistar í eldhúsinu voru meðhöndlaðir sérstaklega til að fá á þá dekkri áferð svo viðhalda mætti eldri tíðaranda. Nútímaþægindum er þó ekki sleppt í húsinu, sem er með gistirými fyrir sjö, og er það til að mynda með bæði vínskáp og skíðageymslu, enda ekki langt að skreppa í Hlíðarfjall.

Bærinn er leigður út sem ein heild og segir Heiðdís hann henta vel t.d. fyrir saumaklúbba, vinahópa og stærri fjölskyldur. Gott aðgengi sé þá fyrir hjólastóla úr einu herberginu út á veröndina, þar sem heitum potti hefur verið komið fyrir.

Ljósmynd/Aðsend

Hún segir þau vera hægt og rólega að láta vita af sér, til að mynda á Facebook-síðunni Old Farm/Íslandsbærinn og svo sé vefsíða í smíðum.

„Svo erum við svo heppin að geta haldið nafninu, en húsið var skírt Íslandsbærinn á sínum tíma og lógóið er líka það sama tengdapabbi teiknaði fyrir rúmum 20 árum.“

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

07:49 Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

Morgunblaðið langoftast skoðað á timarit.is

07:37 Morgunblaðið er, eins og jafnan áður, langvinsælasti titillinn árið 2108 á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman tæplega 1.200 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

07:10 Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Úrkomudagarnir aldrei fleiri

06:30 Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir í fyrra og hafa aldrei verið fleiri frá því mælingar hófust eða 261 talsins. Hæsti hiti ársins á landinu mældist 24,7 stig á Patreksfirði en mesta frost mældist 25,6 stig í Svartárkoti og við Mývatn. Meira »

Mundaði ljá á almannafæri

06:02 Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Meira »

Vilja hraða lagningu nýs sæstrengs

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“. Meira »

Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt

05:30 Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.   Meira »

Eldri konum oft neitað um viðtal

05:30 Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Búnaðarstofa rennur inn í ráðuneytið

05:30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að búnaðarstofa verði hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki undirstofnun ráðuneytisins, eftir flutning hennar frá Matvælastofnun. Meira »

Gæti opnast í næstu viku

05:30 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Stokki upp lífeyriskerfið

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir „gagngerum breytingum“ á íslenska lífeyriskerfinu. Kerfið sé dýrt fyrir fyrirtækin og geti jafnvel haldið niðri launum. Verkalýðsfélögin séu reiðubúin að skoða lækkun iðgjalda gegn því að laun verði hækkuð í samningunum. Meira »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...