Vildu finna Íslandsbænum nýtt hlutverk

Þau Heiðdís Pétursdóttir og Hreiðar Hreiðarsson opnuðu nýlega gististað í ...
Þau Heiðdís Pétursdóttir og Hreiðar Hreiðarsson opnuðu nýlega gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili. Ljósmynd/Aðsend

„Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera fyrst og svo varð þetta bara svona,“ segir Heiðdís Pétursdóttir sem opnaði nýlega, ásamt Hreiðari Hreiðarssyni manni sínum, gististað í torfbæjarstíl skammt frá Hrafnagili.

Gististaðurinn nefnist Íslandsbærinn og var upphaflega reistur fyrir rúmlega 20 árum af tengdaföður hennar, sem einnig heitir Hreiðar Hreiðarsson, og gegndi þá hlutverki veitingaskála. Fjallað var um Íslandsbæinn í Lesbók Morgunblaðsins 1999 og segir greinarhöfundur að við smíðina hafi „bersýnilega verið að halda til haga gamalli hefð, en einnig vekur athygli að hvert smáatriði er fallega unnið.“

Ljósmynd/Aðsend

Bæinn reisti Hreiðar, sem var veitingamaður og smiður ásamt sonum sínum þeim Hreiðari og Sindra sem báðir eru smiðir, og var veitingaskálinn opnaður 1997. Síðan eru liðin rúm 20 ár og hin síðari ár var Íslandsbærinn í eigu banka sem gerði lítið til að halda húsinu við.

„Gátum ekki horft upp á þetta“

„Þetta var komið í svo mikla niðurníðslu að við bara gátum ekki horft upp á þetta lengur,“ segir Heiðdís en þau Hreiðar keyptu húsið af bankanum fyrir 3-4 árum. „Síðan erum við búin að vera að dúlla okkur í þessu. Við vissum svo sem ekkert hvað við ætluðum að gera við hann fyrst, en urðum að finna bænum eitthvert hlutverk.“ Hún segir þau hins vegar ekki hafa viljað endurgera bæinn sem veitingaskála. „Okkur langaði til að gera eitthvað nýtt.“ 

Ljósmynd/Aðsend

Heiðdís segir endurbæturnar á Íslandsbænum vera alfarið verk þeirra hjóna. „Ég bý líka svo vel að eiga þennan mann sem er smiður, þannig að maður hefur bara fengið að blómstra í hönnun hérna.“

Þau hafi þó líka notið aðstoðar tengdapabba við endursmíðina og segir Heiðdís hann, líkt og aðrir íbúa í nágrenninu, vera sáttan með útkomuna. „Fólkið hérna í kring er ofboðslega ánægt með að við skyldum gera eitthvað fyrir húsið og þeim, sem hafa komið hingað, finnst þetta líka æðislegt,“ bætir hún við og rifjar upp að einn þeirra hafi sagt: „Þetta er ekki hús, þetta er höll.“

Fanney Sól Hreiðarsdóttir, dóttir þeirra Heiðdísar og Hreiðars, málaði skiltið ...
Fanney Sól Hreiðarsdóttir, dóttir þeirra Heiðdísar og Hreiðars, málaði skiltið sem er með upprunalegu lógói afa hennar. Ljósmynd/Aðsend

Steinflögur í stað torfs og klömbrurnar úr timbri

Töluverða vinnu þurfti þó að leggja í verkið og voru klömbrurnar og grjótið í torfbænum til að mynda illa farið eftir vanrækslu undanfarinna ára. Þeim var því skipt út og flatar steinflögur sem líta út eins og torf voru settar í staðinn og þá eru klömbrurnar nú gerðar úr timbri. „Það kom okkur eiginlega á óvart hvað þetta er líkt,“ segir hún og kveður þau svo eiga eftir að tyrfa þakið að hluta.

Fallegt handbragð á loftaklæðningunni sem Hreiðar gerði fyrir 20 árum nýtur sín svo innan dyra og segir Heiðdís að þegar húsið var komið vel á veg þá hafi þeim ekki fundist koma til greina að fara að hrúga inn kojum og gera það þröngt. „Heldur vildum við frekar bara leyfa fólki að njóta,“ segir hún.

„Þetta var bara orðið svo fallegt að allt í einu vorum við komin með sérmerkt rúmföt, handklæði, náttsloppa og súkkulaði og þannig var þetta bara orðinn svolítill lúxus.“

Málverkin á veggjunum eru verk Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur, sem er ...
Málverkin á veggjunum eru verk Sunnu Bjarkar Hreiðarsdóttur, sem er dóttir Hreiðars sem upphaflega byggði bæinn. Ljósmynd/Aðsend

Þau leyfa gamla tímanum líka að njóta sín innan dyra og hefur gömul eldavél úr eigu fjölskyldunnar þannig fengið hlutverk borðs. Koparlistar í eldhúsinu voru meðhöndlaðir sérstaklega til að fá á þá dekkri áferð svo viðhalda mætti eldri tíðaranda. Nútímaþægindum er þó ekki sleppt í húsinu, sem er með gistirými fyrir sjö, og er það til að mynda með bæði vínskáp og skíðageymslu, enda ekki langt að skreppa í Hlíðarfjall.

Bærinn er leigður út sem ein heild og segir Heiðdís hann henta vel t.d. fyrir saumaklúbba, vinahópa og stærri fjölskyldur. Gott aðgengi sé þá fyrir hjólastóla úr einu herberginu út á veröndina, þar sem heitum potti hefur verið komið fyrir.

Ljósmynd/Aðsend

Hún segir þau vera hægt og rólega að láta vita af sér, til að mynda á Facebook-síðunni Old Farm/Íslandsbærinn og svo sé vefsíða í smíðum.

„Svo erum við svo heppin að geta haldið nafninu, en húsið var skírt Íslandsbærinn á sínum tíma og lógóið er líka það sama tengdapabbi teiknaði fyrir rúmum 20 árum.“

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Innlent »

Norðmaður og Dani duttu í lukkupottinn

18:14 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Vík­ingalottó­inu í kvöld en í pott­in­um voru rúm­ir 406 milljónir króna. Tveir hlutu ann­an vinn­ing og fengu í sinn hlut 30,9 milljónir króna. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi. Meira »

„Þetta er risastór dagur“

18:09 Í dag hefst Lenovo-deildin í rafíþróttum, fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi. Mikil spenna er á meðal áhugafólks um tölvuleiki en hægt verður að fylgjast með keppni í beinni útsendingu. „Þetta er risastór dagur,“ segir formaður Rafíþróttasambandsins um tilefnið en mbl.is kom við í stúdíóinu. Meira »

Andlát: Jensína Andrésdóttir

17:53 Jensína Andrésdóttir, sem var elst allra Íslendinga, lést á skírdag, 18. apríl síðastliðinn, 109 ára og 159 daga gömul. Í janúar á þessu ári náði hún þeim áfanga að verða elst allra Íslend­inga sem hafa búið hér á landi. Meira »

Dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás

17:38 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann á fertugsaldri í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með glasi í höfuðið á skemmtistað. Meira »

Bergrún hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur

17:35 Bergrún Íris Sævarsdóttir hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur, sem afhent voru í fyrsta sinn í dag í Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Verðlaunin eru veitt fyrir frumsamið handrit að barna- eða ungmennabók og voru veitt samhliða Barnabókaverðlauna Reykjavíkur í Höfða í dag. Meira »

Hildur, Guðni og Rán verðlaunuð

17:25 Hildur Knútsdóttir, Guðni Kolbeinsson og Rán Flygering hlutu Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar sem afhent voru af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða í dag. Meira »

„Fólk kemur til að hlusta“

16:17 „Það er mjög skemmtilegt að spila í svona nánu umhverfi, fólk er nálægt og það myndast persónuleg stemning. Fólk kemur líka til að hlusta en ekki til að drekka bjór eða tala í símann,“ segir tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt undir listmannsnafninu Cell7, sem kemur fram á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði í kvöld. Meira »

Reiknar ekki með frekari breytingum

16:16 Ekki er von á frekari breytingum hjá Airport Associates, sem veit­ir flugaf­greiðsluþjón­ustu á Kefla­vík­ur­flug­velli og m.a. þjón­ustaði WOW air. Meira »

Unnið að nýrri Plánetu-þáttaröð

16:10 Dvöl Sir David Attenborough hér á landi tengist upptökum á nýrri þáttaröð sem mun bera heitið One Planet, Seven Worlds, samkvæmt svari almannatengsladeildar breska ríkisútvarpsins við fyrirspurn mbl.is. Þættirnir verða teknir til sýninga á BBC One og verða sjö talsins. Meira »

Tók myndir af konu í sturtu

15:58 29 ára gamall karlmaður var í gær dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða, fyrir að taka tvær ljósmyndir af konu sem var í sturtu og særa með því blygðunarsemi hennar. Meira »

Fleirum sagt upp í Fríhöfninni

15:54 Gripið verður til frekari uppsagna hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, en það má rekja til þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í flugrekstri hér á landi síðustu vikur. Meira »

Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins

15:31 Svana Helen Björnsdóttir rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika hefur verið kjörin nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Niðurstöður kosninga til stjórna félagsins voru kynntar á aðalfundi 11. apríl síðastliðinn. Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Meira »

Kjósendur ánægðastir með Lilju

15:25 Flestir Íslendingar eru ánægðir með frammistöðu Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, eða 67,7% en fæstir eru ánægðir með Sigríði Á. Andersen, 13,8%. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun Maskínu um ánægju Íslendinga með ráðherra. Meira »

Tvö hitamet í hættu fyrir tilviljun

14:35 Ef veðurspár ganga eftir er möguleiki á því að tvö hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu á morgun, sumardaginn fyrsta.  Meira »

Dæmd fyrir brot gegn dætrum sínum

14:00 Hjón á Suðurnesjum voru í dag sakfelld fyrir gróf kynferðisbrot gegn dóttur konunnar og dóttur sinni í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn var dæmdur í 6 ára fangelsi og konan var dæmd í 5 ára fangelsi, samkvæmt Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara. Meira »

SA samþykkti með 98% atkvæða

13:31 Félagsmenn Samtaka atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019 - 2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Meira »

Hitinn mældist 18,7 gráður í Öræfum

12:59 Hiti hefur ekki farið niður fyrir frostmark neins staðar á landinu í dag, en það sem vekur athygli er að 18,4 gráðu munur er á mesta og minnsta hita sem mælst hefur á landinu í dag. Meira »

Breyttar matarvenjur og fleiri á lyfjum

12:18 „Listeríusýkingar eru tiltölulega sjaldgæfar sýkingar. Eins og gjarnan er með sjaldgæfar sýkingar þá sér maður ekki neitt í nokkur ár og svo einhvers konar hrinu næstu árin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir spurður hvers vegna listeríusýkingum virðist fjölga á síðustu áratugum hér á landi. Meira »

Vinnan við samningana rétt að byrja

11:58 „Ég er náttúrulega mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is um samþykkt kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en þeir voru samþykktir með tæplega 90% atkvæða. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...