Byrjað að rífa Kársnesskóla

Byrjað er að rífa Kársnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Húsnæðið sem var byggt 1957 var dæmt ónýtt vegna rakaskemmda og var rýmt af þeim sökum á síðasta ári. Síðan þá hafa verið unnar skemmdir á húsnæðinu ítrekað sem hefur skapað hættu fyrir börn að leik á svæðinu.

Upphaflega átti niðurrifið að hefjast um áramótin síðustu en það hefur dregist þar til nú. Hönnun á nýju húsi sem mun hýsa bæði skóla og leikskóla er komin í ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert