Flestir sóttu um hæli í september

Frá mótmælum hælisleitenda í dómsmálaráðuneytinu.
Frá mótmælum hælisleitenda í dómsmálaráðuneytinu. mbl.is/RAX

Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári.

Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun hafa 533 einstaklingar sótt um hæli á árinu, en þeir voru 885 á sama tíma í fyrra, að því er rfam kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Flestir hælisleitendur koma frá Írak, alls 89. Albanar koma næstir á eftir, 70 manns, Afganar eru 33 og Pakistanar 32. Fimmti fjölmennasti hópurinn er frá Sýrlandi, alls 31, en þar á eftir koma Georgía og Sómalía með 26 hælisleitendur hvert. Þeir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi eru í langflestum tilfellum fullorðnir karlmenn samkvæmt gögnum frá Útlendingastofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert