Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

Malbikun í góðviðrinu í Breiðholti í gær.
Malbikun í góðviðrinu í Breiðholti í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.

Nú er enda degi tekið að halla umtalsvert og sólin farin að lækka ískyggilega mikið á lofti, segir í Morgunblaðinu í dag.

Það verða því eflaust ekki mörg tækifæri sem gefast í viðbót á því herrans ári 2018 til þess að sinna viðhaldsverkefnum á borð við þetta, og munu ökumenn í Breiðholtinu eflaust njóta góðs af þessu verki og öðrum slíkum fram til næsta vors.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert