Íslendingar forðast ferðamannastaði

68% sögðust hafa hætt við að heimsækja vinsælan ferðamannastað vegna …
68% sögðust hafa hætt við að heimsækja vinsælan ferðamannastað vegna fjölda erlendra ferðamanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Rúmlega fimmtungur Íslendinga sagði fjölda erlendra ferðamanna á Íslandi hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar sumarið 2018, en heldur dró úr meðalfjölda ferða íbúa höfuðborgarsvæðisins út fyrir búsetusvæði samanborið við fyrri kannanir Vegagerðarinnar á ferðavenjum Íslendinga.

Meðalfjöldi ferða út fyrir höfuðborgarsvæðið hefur farið stiglækkandi frá 2007 þegar 12 ferðir voru farnar yfir sumartímann. Meðalfjöldi ferða út fyrir höfuðborgarsvæðið í sumar var aðeins 6 ferðir og segir í skýrslu Vegagerðarinnar að slæmt veður geti skýrt fækkun ferða að hluta til.

Um 22% svarenda taldi fjölda erlendra ferðamanna hafa haft áhrif á ferðaáætlanir sínar í sumar og er um að ræða tvöföldun frá könnun fyrir sumarið 2014. 68% sögðust hafa hætt við að heimsækja vinsælan ferðamannastað vegna fjölda erlendra ferðamanna, 16% fengu ekki gistingu þar sem allt var fullbókað af erlendum ferðamönnum og 10% nefndu vandræði með að fá borð á veitingastað af sömu ástæðu.

Um 23% svarenda ákvað að ferðast frekar erlendis sumarið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert